Skip to main content
Frétt

Samstarf um stuðning við einstaklinga sem ljúka afplánun

ÖBÍ réttindasamtök eru á meðal tuga aðila sem standa að samstarfsverkefninu Exit, en stofnfundur þess var haldinn á Hólmsheiði í síðustu viku. Um er að ræða samstarfs ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka um stuðning við fólk sem lýkur afplánun og vill slíta tengsl við fyrra umhverfi eftir afplánun.

Markmið samstarfsins er að bjóða upp á einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning fyrir fólk sem hefur brotið af sér. Þeir einstaklingar sem reyna að byrja upp á nýtt eftir afplánun eru oft án húsnæðis, atvinnu eða félagslegs stuðnings, sem eykur hættu á endurkomu í afbrot.

Tugir aðila standa að verkefninu og koma frá ríki, sveitarfélögum og félagasamtökum og er verkefnið stutt af félags- og húsnæðismálaráðherra.

Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða samræmt Exit-úrræði fyrir fullorðna sem vilja slíta tengsl við afbrotaumhverfi, í samstarfi Fangelsismálastofnunar, lögreglu, lykilstofnana, frjálsra félagasamtaka og þeirra sveitarfélaga þar sem einstaklingurinn á lögheimili. Þannig er vonast til að hægt sé að draga úr endurkomu í fangelsi og ítrekuðum ofbeldisbrotum, tryggt öryggi og endurhæfing þeirra sem vilja hætta afbrotum, og umbun og hvati tengdur við þátttöku í úrræðinu.