Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna 21. desember 2025
Vetrarsólstöðugangan er innihaldsrík samverustund á dimmasta kvöldi ársins haldin í minningu þeirra sem látist hafa fyrir eigin hendi og hvatning til þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir um að gefast ekki upp heldur þiggja hjálp og velja lífið.
Hist er í húsnæði Kynnisferða við Klettagarða 12. sunnudaginn 21. desember. Húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá hefst 19:30. Boðið er upp á tónlistaratriði og flutt verða stutt ávörp. Genginn er svo stuttur spölur að vitanum við Skarfaklett þar sem minningarstund verður haldin. Hægt verður að kaupa kerti til styrktar Píeta samtökunum og kveikja á þeim við vitann. Einnig skrifum við skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn á vitanum og yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir blikkandi ljósi og minna hvern sem kemur á að ástin er eilíf.
Öll eru velkomin.
Ókeypis aðgangur.
– Vöffluvagninn verður á staðnum með funheitt kaffi, kakó og vöfflur til styrktar Píeta.
– Kerti og varningur til styrktar Píeta.
– Pennar til að skrifa minningarorð á vitann verða á staðnum.
Dagskrá:
19:00 Hús opnar
19:30 Stutt ávörp
19:40 Sveinn Arnar Sæmundsson og Ásta Marý Stefánsdóttir taka lagið.
19:45 Söngsveitin Fílharmónía syngur
20:00 Gengið út að vita, kveikt á kertum og minningarorð rituð á vitann.