Skip to main content

Tökum út Ó-ið af ósýnileika þannig að eftir stendur: Sýnileiki á alþjóðadegi fatlaðs-fólks, 3. desember

Á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert …

er kastljósinu beint að réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess breiða hóps í samfélaginu.

Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, yfir milljarður á heimsvísu – og um 57.000 manns hér á landi.

Vörpum fjólubláu út í umhverfið …

og höldum daginn hátíðlegan hvort sem það er með því að lýsa upp húsnæði, klæðast fjólubláu eða birta fjólubláa fleti á samfélagsmiðlum.

Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þennan dag heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.

Afhendum Hvatningarverðlaun ÖBÍ …

í tilefni dagsins. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Markmiðið er alltaf líf til jafns við aðra.

Forseti Íslands er verndari verðlaunanna.

TIL HAMINGJU
með tilnefningu til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2022!

Arna Sigríður Albertsdóttir

– vitundarvakning, hreyfing og íþróttaiðkun fatlaðs fólks

Ferðamálastofa

– verkefnið ,,Gott aðgengi í ferðaþjónustu“

Harpa Cilia Ingólfsdóttir

– framlag til aðgengismála fatlaðs fólks

Helga Eysteinsdóttir

– náms-og starfsþjálfun fatlaðs fólks

Ingi Þór Hafsteinsson

– frumkvæði að veiðiferðum fatlaðra barna

Piotr Loj

– þjálfun og upplifun fyrir fatlað fólk í gegnum sýndarveruleika

Rannveig Traustadóttir

– framlag til réttindabaráttu fatlaðs fólks

Sylvía Erla Melsted

– vitundarvakning, lesblinda

Fjölskyldan fór inn í búð og ég sat fyrir utan í hjólastólnum í fimm mínútur. Ég hugsaði að það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu ...

Haraldur Þorleifsson handhafi Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2021fyrir Römpum upp Reykjavík

Sjá nánar um Hvatningarverðlaun ÖBÍ

Ljósmynd af Hvatningarverðlaunahöfum 2021 ásamt formanni ÖBÍ, félags- og vinnumarkaðsráðherra og forseta Íslands.

Hvatningarverðlaun 2021. Ljósm. Silja.