Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Barnalög (réttur til umönnunar)

By 9. mars 2023mars 13th, 2023No Comments

 Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (réttur til umönnunar), þskj. 79, 79. mál.

ÖBÍ – réttindasamtök (ÖBÍ) taka undir með Mannréttindaskrifstofu Íslands og styðja frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að kveðið verði sérstaklega á um það í lögum að í forsjárskyldu felist að veikt eða slasað barn eigi rétt á umönnun foreldra sinna. Þannig verður ekki lengur ekki einungis litið á þennan rétt sem rétt forsjáraðila heldur einnig sem rétt barnsins sjálfs.

Munurinn á réttindum barna til umönnunar getur verð umtalsverður sem og möguleikar forsjáraðila til að sinna börnum sínum. Með því að mæla fyrir um þennan sjálfstæða rétt barnsins er gert ráð fyrir að búið verði svo um hnútana á vinnumarkaði að rétturinn verði virtur þannig að hverju og einu barni verði tryggður þessi réttur að jöfnu. Með þessu er réttur barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem m.a. leggur þær skyldur á aðildarríkin að tryggja réttindi veikra og slasaðra barna betur tryggður.

Málefni fatlaðra barna jafnt og ófatlaðra barna eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld allra barna.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka


Barnalög (réttur til umönnunar). 79. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 9. mars 2023