Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Breyting á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.)

By 19. október 2023No Comments

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 240. mál.

ÖBÍ – réttindasamtök (ÖBÍ) styðja frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna og fagna því að styrkja eigi umgjörð um þjónustu í þágu barna til að tryggja betra samræmi í lögum við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

ÖBÍ leggur til að frumvarpið verði einnig sérstaklega skoðað og rýnt m.t.t. þarfa og réttinda fatlaðra barna og að tryggt verði samræmi í lögum við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Málefni fatlaðra barna jafnt og ófatlaðra barna eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld allra barna.

Ekkert um okkur án okkar!

Virðingarfyllst,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka


Breyting á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.)
240. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 19. október 2023