Skip to main content
Málefni barnaMenntamálUmsögn

Félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum,

By 28. nóvember 2022janúar 9th, 2023No Comments

„ … Mikilvægt er að börn búi við jöfn tækifæri til náms. Efla þarf stuðning við einstaka nemendur og nemendur í viðkvæmri stöðu.“

Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, þingskjal 113 – 113. mál.

ÖBÍ tekur undir markmið tillögunnar og fagnar því að tillagan geri ráð fyrir virku samráði við börn og ungmenni um málefnið.

Mikilvægt er að börn búi við jöfn tækifæri til náms. Efla þarf stuðning við einstaka nemendur og nemendur í viðkvæmri stöðu. Eins og fram kemur í tillögunni þá sýna rannsóknir að börn sem standa frammi fyrir áföllum og börn sem eru í viðkvæmri stöðu s.s. vegna fötlunar eiga oftar við sálfélagslega erfiðleika að stríða en önnur börn og eru í meiri áhættu gagnvart námsvanda og brotthvarfi úr námi.

Mikilvægt er að innan skólans séu starfandi fagaðilar sem hafa þekkingu og getu til að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan til að tryggja að allir geti notið sín í skólaumhverfinu.

Með hliðsjón af þessu styður ÖBÍ þingsályktunartillöguna og vonast til þess að hún verði samþykkt

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur


Félags­ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum. 113. mál, þingsályktunartillaga. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Umsögn ÖBÍ, 28. nóvember 2022.

Nánar um málið á vef Aþingis