Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa

By 23. mars 2023apríl 13th, 2023No Comments

Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um tillögu til þingsályktunar um um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa.

ÖBÍ – réttindasamtök styðja við framangreinda þingsályktunartillögu. Brýnt er að þjónusta fyrir börn og fullorðna á einhverfurófi byggi á þekkingu og aðferðum sem sýnt hafa árangur.

Hafa ber í huga að hópur þeirra sem greindir hafa verið með einhverfu er fjölbreyttur og úrræði þurfa því að sama skapi að vera fjölbreytt. Greining á fullorðinsaldri hefur færst mjög í aukana á undanförnum árum en hér á landi er ekki um að ræða neitt kerfi sem grípur fullorðna í kjölfar einhverfugreiningar og því getur fólk upplifað sig utangátta eftir að hafa fengið greiningu.

Með hliðsjón af þessu styður ÖBÍ þingsályktunartillöguna og vonast til þess að hún verði samþykkt.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur


Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa. 356. mál, þingsályktunartillaga.   
Umsögn ÖBÍ, 23. mars 2023