
Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka voru veitt á Grand hóteli í dag en hátíðin hófst stundvíslega klukkan 11:00. Hvatningarverðlaunin eru veitt ár hvert þann 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun veita verðlaunin.
Tilnefnd í ár eru:
Hákon Atli Bjarkason
Fyrir að vera frábær fyrirmynd og stuðla að inngildingu ungs fatlaðs íþróttafólks.
Listvinnzlan
Fyrir brautryðjendastarf á sviði listsköpunar fatlaðs fólks og fjölgun atvinnutækifæra.
Magnús Orri Arnarson
Fyrir einstakt framlag á sviði vitundarvakningar, kvikmyndagerðar og íþrótta.
Sigurður Hólmar Jóhannesson
Fyrir að lyfta grettistaki í málaflokki fatlaðra barna og barna með sjaldgæfa sjúkdóma.
Hvatningarverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2007 en í fyrra voru það tvö leikverk sem mörkuðu tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi: Fúsi, aldur og fyrri störf eftir Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Agnar Jón Egilsson og Taktu flugið, beibí eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur sem urðu fyrir valinu og mörkuðu tímamót í íslensku atvinnuleikhúsi.
Eins og áður segir er alþjóðadagur fatlaðs fólks í dag, 3. desember. Eins og fyrri ár stendur ÖBÍ fyrir átakinu Upplýst samfélag þar sem stofnanir, félög, fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að lýsa landið allt fjólublátt, í einkennislit réttindabaráttu fatlaðs fólks. Þegar hefur talsverður fjöldi staðfest þátttöku og vonumst við að sjálfsögðu til þess að sem allra flest taki þátt.

