
ÖBÍ réttindasamtök óska aðildarfélögum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða, samfylgdina og samtalið sem hefur skipt sköpum í réttindabaráttu fatlaðs fólks.
Árið 2025 var ár stórra skrefa. Þar ber hæst að nefna lögfestingu SRFF, sem styrkir réttarstöðu fatlaðs fólks til muna og skerpir á skyldum um gott aðgengi, jafnræði og þátttöku. Samhliða þessu hélt ÖBÍ áfram öflugri hagsmunagæslu fyrir fatlað fólk á öllum sviðum í nánu samstarfi við aðildarfélög og fjölmarga aðila um land allt.
Fram undan á nýju ári verður áfram lögð áhersla á að fylgja eftir innleiðingu SRFF í framkvæmd, þannig að breytingarnar skili sér í raunverulegum umbótum í daglegu lífi. Við munum jafnframt fylgjast grannt með áhrifum breytinga á almannatryggingakerfinu, beita okkur fyrir úrbótum þar sem þörf er á og halda áfram að þrýsta á um aukið aðgengi og tækifæri til samfélagsþátttöku.
Að lokum minnum við á að skrifstofa ÖBÍ í Mannréttindahúsinu verður lokuð yfir hátíðirnar frá 20. desember til og með 4. janúar. Símatímar ráðgjafa falla niður 25. desember og 1. janúar og næsta símavakt verður fimmtudaginn 8. janúar, kl. 13–15 í síma 530 6710.
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

