
© ÖBÍ / Ruth Ásgeirsdóttir
Eins og fram hefur komið í máli fulltrúa ríkisstjórnarinnar á sér nú stað vinna við að leita lausna á víxlverkun á milli örorkulífeyris almannatryggina og lífeyrissjóða.
Áhrif víxlverkunar vegna hækkana á örorkulífeyri almannatrygginga 1. september síðastliðinn koma fram í tekjuskoðunum lífeyrissjóða sem eru framkvæmdar af lífeyrissjóðum á mismunandi tímum. Sjóðfélagar sumra lífeyrissjóða hafa fengið send bréf frá sjóðunum um áhrifin núna í nóvember.
ÖBÍ hvetur alla lífeyrissjóði til að standa með sjóðfélögum sínum sem þiggja örorkulífeyri frá þeim og fresta áhrifum víxlvekunarinnar þangað til aðilar málsins hafa komist að samkomulagi um lausn.

