
Skrifstofa ÖBÍ réttindasamtaka í Mannréttindahúsinu verður lokuð yfir hátíðirnar, frá 20. desember til og með 4. janúar.
Símatímar ráðgjafa falla því niður fimmtudagana 25. desember og 1. janúar. Næsta símavakt verður fimmtudaginn 8. janúar. Símavakt ráðgjafa er almennt á fimmtudögum frá kl. 13–15 í síma 530 6710.
ÖBÍ réttindasamtök óska öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakka kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Árið 2025 skilaði miklum árangri, þar sem helst ber að nefna lögfestingu SRFF, breytingar á almannatryggingakerfinu og fjölmargt fleira.

