Skip to main content
FréttMenntamál

Námsstyrkir ÖBÍ – haustúthlutun

By 23. september 2022september 28th, 2022No Comments
Námsstyrkir

Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ réttindasamtök auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Hver geta fengið styrki?

  • Fatlað fólk sem stundar nám sem styður við samfélagslega þátttöku þess.
  • Einstaklingar sem vilja sérhæfa sig til starfa eða rannsókna í þágu fólks með þroskahömlun.

Hvernig á að sækja um:

Senda á umsókn á netfangið: namssjodurSJ@obi.is 

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru:

  1. Nafn og símanúmer
  2. Heiti námskeiðs eða náms 
  3. Upphæð styrkbeiðni
  4. Viðeigandi viðhengi eins og kvittanir

Umsóknarfrestur er til 9. október 2022. Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi síðar en 21. október 2022.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Margrét Bjarnadóttir, netfang: kristin@obi.is,  sími: 530 6700.