
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og ÖBÍ réttindasamtök auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Hver geta fengið styrki?
- Fatlað fólk sem stundar nám sem styður við samfélagslega þátttöku þess.
- Einstaklingar sem vilja sérhæfa sig til starfa eða rannsókna í þágu fólks með þroskahömlun.
Hvernig á að sækja um:
Senda á umsókn á netfangið: namssjodurSJ@obi.is
Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram eru:
- Nafn og símanúmer
- Heiti námskeiðs eða náms
- Upphæð styrkbeiðni
- Viðeigandi viðhengi eins og kvittanir
Umsóknarfrestur er til 9. október 2022. Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi síðar en 21. október 2022.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Margrét Bjarnadóttir, netfang: kristin@obi.is, sími: 530 6700.