Skip to main content
FréttHinsegin menning & málefni

ÖBÍ tekur þátt í Gleðigöngunni og gera samstarfssamning við Hinsegin daga

By 2. ágúst 2025september 2nd, 2025No Comments
Regnbogafáninn

ÖBÍ réttindasamtök og Hinsegin dagar hafa gert með sér samstarfssamning með því markmiði að auka sýnileika hinsegin fatlað fólks og aðgengi þess að hinsegin samfélaginu.

Einn liður í verkefninu er þáttaka ÖBÍ í Gleðigöngunni 9. ágúst undir yfirskriftinni – Aðgengi fyrir öll undir regnboganum!

Við hvetjum fatlað fólk til að ganga með okkur, styðja við mannréttindabaráttu alls hinsegin fólks og vekja athygli á aðstæðum fatlaðs hinsegin fólks.

Þáttakendum í gönguhópnum verður boðið upp á frábæra regnbogaboli meðan að birgðir endast.

Við ætlum að hittast í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, stundvíslega klukkan 13 til að undirbúa okkur og fara samferða að Hallgrímskirkju.

Gangan fer af stað frá Hallgrímskirkju stundvíslega kl. 14:00. Gengið er þaðan eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar, en atriði halda áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.

Nánari upplýsingar um gönguna og götulokanir má finna á síðunni hér að neðan:

https://hinsegindagar.is/gledigangan/