Skip to main content
FréttHinsegin menning & málefni

ÖBÍ tekur þátt í Regnbogaráðstefnunni

By 1. ágúst 2025september 2nd, 2025No Comments

ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga þann 7. ágúst og standa fyrir pallborðsumræðum undir yfirskriftinni Fjölbreytileiki innan fjölbreytileikans, samtal um hinsegin fötlun.

  • Unnur Þöll Benediktsdóttir
  • Ólafur Aðalsteinsson
  • Sóley Ósk Jónsdóttir
  • Ólafur Helgi Móberg Ólason (Starina)

Stjórnandi verður Sara Dögg Svanhildardóttir.

Leitast verður við að svara spurningum um stöðu hinsegin fatlaðs fólks. Í viðburðarlýsingu segir:

„Hvaða áskoranir og tækifæri býr hinsegin fatlað fólk við? Hvernig mætast hinsegin og fatlaðir. Hvernig geta þau stutt hvor aðra? Í þessum opna umræðuþætti gefst rými til að varpa ljósi á margbreytilegar raddir og reynsluheim fatlaðs hinsegin fólks, ræða aðgengi, sýnileika og samstöðu. Við bjóðum til samtals sem opnar dyr að meiri skilningi og samhug innan samfélagsins og á milli hópa.“

Ráðstefnan verður rittúlkuð.

Hér er hlekkur með dagskrá ráðstefnunnar:

Ráðstefna 2025 – Hinsegin dagar