
Símaráðgjöf hjá ÖBÍ réttindasamtökum hefst aftur í dag eftir sumarleyfi.
Ráðgjafar hjá ÖBÍ eru með símavakt á fimmtudögum frá kl. 13 til 15 í síma 530 6710.
Hægt er að hringja inn og fá ráðgjöf varðandi málefni og réttindi fatlaðs fólks og örorku- og endurhæfingarlífeyristaka. Ekki er ekki áætlaður lengri tími fyrir hvert símtal en 10-15 mínútur.
Fyrir flóknari mál þarf að bóka tíma hjá ráðgjafa í gegnum móttökuna í síma 530 6700 eða með tölvupósti: mottaka@obi.is

