Skip to main content
AðgengiFréttSamgöngur

Tímamót í samgöngum á Íslandi

By 15. desember 2025No Comments

Icelandia, rekstraraðili flugrútu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, hefur fest kaup á fyrstu rútunni með fullu hjólastólaaðgengi. Þetta er stórt skref í átt að jöfnu aðgengi að samgöngum og er svar við áralangri kröfu ÖBÍ réttindasamtaka um að flugrúta verði aðgengileg öllum.

Hingað til hafa hreyfihamlaðir flugfarþegar þurft að leita annarra leiða til að komast í flug, oft með miklum kostnaði og óþægindum. Með þessari nýjung verður ferðalagið einfaldara, hagkvæmara og réttlátara.

Nýja rútan var til sýnis við BSÍ í Reykjavík síðasta föstudag þar sem fulltrúar frá Icelandia, ÖBÍ réttindasamtökum, ISAVIA og væntanlegur notendur þjónustunnar kynntu sér nýjungina.

Hægt er að bóka ferð með flugrútu með hjólastólarampi á heimasíðu Icelandia. Það þarf að gera með 72 klst. fyrirvara, en það er til að tryggja að bíllinn sé laus ýmist á BSÍ eða á Keflavíkurflugvelli á þeim tíma sem óskað er eftir. Kostnaðurinn er sá sami og kostar að kaupa miða í Flugrútuna.