

Ár hvert höldum við upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks, 3. desember, með því að viðurkenna góð verk. Verk sem meðal annars vinna gegn fordómum og stuðla að þátttöku allra.
Markmiðið er alltaf líf til jafns við aðra.
Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Forseti Íslands er verndari verðlaunanna.