Skip to main content
Hinsegin menning & málefni

Hinsegin dagar 2025 í myndum

By 28. ágúst 2025september 2nd, 2025No Comments
Hópur fólks úr ÖBÍ réttindasamtökum tekur þátt í Gleðigöngunni fyrir framan Hallgrímskirkju. Þau bera skilti með textanum „Skert aðgengi fyrir öll sem falla ekki undir staðlaða liti regnbogans!“ Formaður ÖBÍ, Alma Ýr Ingólfsdóttir fremst í broddi fylkningar ásamt syni sínum.

ÖBÍ réttindasamtök og Hinsegin dagar undirrituðu í sumar samstarfssamning með því markmiði að auka sýnileika hinsegin fatlað fólks og aðgengi þess að hinsegin samfélaginu. Regnbogaráðstefnan var haldin í Iðnó 7. ágúst af Hinsegin dögum í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök. Ráðstefnan var vel sótt og samanstóð af fjölda erinda og pallborða. Veruleiki hinsegin fatlaðs fólks var á meðal þess sem var til umræðu.

Fjöldi fólks innan ÖBÍ réttindasamtaka tók þátt í Gleðigöngunni 9. ágúst undir yfirskriftinni – Aðgengi fyrir öll undir regnboganum! Ruth Ásgeirsdóttir fangaði stemminguna og tók fjölda mynda fyrir ÖBÍ á Hinhttps://hinsegindagar.is/program/regnbogaradstefna/segin dögum 2025. Hér má sjá nokkrar af þeim. Myndlýsingar eru í „Alt text“

Strætisvagn skreyttur litríkum mynstrum í regnbogalitum með stórum hvítum stöfum á hliðinni sem mynda orðin „Öll velkomin“. Undir stendur „Chromo Sapiens by Shoplifter“. Himinninn er heiðblár og sólin skín.

Maður í hjólastól brosir til myndavélarinnar á Gleðigöngu. Hann er í svörtum leðurjakka og í kringum hann er fjölmenni með regnbogafána og skiltum. Bakvið hann sést skilti í regnbogalitum frá ÖBÍ með textanum: „Skert aðgengi fyrir öll sem falla ekki undir staðlaða liti í regnboganum!“ Sólin skín og stemning.

Tveir menn standa hlið við hlið og brosa breitt í sólskini á Gleðigöngu. Annar er í litríkum regnbogabúningi og samsvarandi húfu, hinn í ljósblárri peysu með sólgleraugu. Þeir halda á regnbogafána og faðmast yfir grindverki. Í bakgrunni sést Hallgrímskirkja.

Dragdrottning í glæsilegum rauðum kjól með stórum vængjum og skreyttu kórónu dansar í Gleðigöngunni fyrir framan Hallgrímskirkju. Í bakgrunni fylgist hópur áhorfenda með, sumir halda á litríkum blöðrum og regnbogafánum.