
Formaður ÖBÍ, Alma Ýr Ingólfsdóttir í Gleðigöngunni.
ÖBÍ réttindasamtök og Hinsegin dagar undirrituðu í sumar samstarfssamning með því markmiði að auka sýnileika hinsegin fatlað fólks og aðgengi þess að hinsegin samfélaginu. Regnbogaráðstefnan var haldin í Iðnó 7. ágúst af Hinsegin dögum í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök. Ráðstefnan var vel sótt og samanstóð af fjölda erinda og pallborða. Veruleiki hinsegin fatlaðs fólks var á meðal þess sem var til umræðu.
Fjöldi fólks innan ÖBÍ réttindasamtaka tók þátt í Gleðigöngunni 9. ágúst undir yfirskriftinni – Aðgengi fyrir öll undir regnboganum! Ruth Ásgeirsdóttir fangaði stemminguna og tók fjölda mynda fyrir ÖBÍ á Hinhttps://hinsegindagar.is/program/regnbogaradstefna/segin dögum 2025. Hér má sjá nokkrar af þeim. Myndlýsingar eru í „Alt text“











