Félags- og lögfræðiráðgjöf

Á skrifstofu ÖBÍ býðst öryrkjum, fötluðu fólki og aðstandendum frí ráðgjöf félagsráðgjafa og lögfræðinga um réttindamál. 

Símatímar ráðgjafa: 

  • Mánudagar    kl. 11:00-12:00  Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi
  • Miðvikudagar kl. 13:00-14.00  Sigurjón Unnar Sveinsson, lögmaður

Viðtalstímar ráðgjafa: 

  • Bára Brynjólfsdóttir, lögfræðingur, miðvikudagar kl. 13:00-16:00
  • Sigurjón U. Sveinsson, lögmaður, fimmtudagar kl. 13:00-16:00
  • Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga

Athugið að viðtalstíma hjá ráðgjöfum þarf að panta á skrifstofu ÖBÍ í síma 530-6700 eða með tölvupósti: mottaka@obi.is

Aðrir aðilar sem veita ráðgjöf og/eða upplýsingar: 

  • Sveitarfélögin bjóða upp á félagslega ráðgjöf og veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál. 
  • Réttindagæslumenn fatlaðs fólks skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks á sínu svæði og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar. Hvort sem er vegna meðferðar einkafjármuna, þjónustu eða vegna persónulegra réttindi eða einkamála. 
  • Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar safnar og miðlar hagnýtum upplýsingum sem gagnast fötluðu fólki um land allt. 

Eru dómsmál í gangi?  

Þegar brotið er á réttindum öryrkja og fatlaðs fólks og málið er fordæmisgefandi fyrir heildina eða stóra hópa fólks er kannað hvort lagt skuli í málaferli. Stjórn ÖBÍ tekur ákvörðun þar um. Sjá nánar hér