Skip to main content
HeilbrigðismálUmsögn

Mál nr. 128-2021. Skýrsla starfshóps um langvinna verki

By 25. júní 2021september 1st, 2022No Comments

Heilbrigðisráðuneytið
Skógarhlíð 105
105 Reykjavík

Reykjavík, 22. júní 2021

Efni: Umsögn ÖBÍ um skýrslu starfshóps um langvinna verki

Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fötluðu fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu sem tekur mið af kyni, meðal annars heilsutengdri endurhæfingu“ (25. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks).

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fagnar því vinna sé hafin við það að greina þjónustu fyrir fólk með langvinna verki. Skýrsla starfshóps er þó vart annað en upphafsskref í þeirri vegferð að bæta þjónustu við þá einstaklinga.

Meðal tillagna starfshópsins er að auka fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólki um langvinn verkjavandamál og vitund um áhrif sterkra verkjalyfja. Aðgengi almennings að sjúkraþjálfun batnaði til muna þegar þjálfun fór undir greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sumarið 2016, en það má rökstyðja að meðan fólk fær ekki þá líkn sem það þarf á að halda mun það neyta lyfja til að halda sér gangandi. Starfshópurinn virðist hvorki hafa skoðað áhrif tilkomu greiðsluþátttökukerfisins á nýgengi örorku vegna stoðkerfisraskana né notkun sterkra verkjalyfja á sama tímabili.

Í kafla 3 eru talin upp þau úrræði sem einstaklingar með langvinna verki hafa á Íslandi í dag. Tekið er undir með séráliti Sigríðar Zoega og Sigurðar Ásgeirs Kristinssonar í kafla 6 að það er ekki skýrt í tillögum starfshópsins hvert einstaklingar eigi að leita hverju sinni og hvernig tryggja má samfellu í meðferð í samstarfi þjónustuaðila.

Álit ÖBÍ er að unnið verði áfram að ofangreindum áherslum í nefnd sem í sitji fulltrúar sjúklinga, en ÖBÍ eru stærstu hagsmunasamtök langveiks fólks á Íslandi.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ

Emil Thoroddsen
formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál