Skip to main content
AlmannatryggingarUmsögn

Almannatryggingar (upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir). 69. mál.

By 16. mars 2022september 1st, 2022No Comments

Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-12
150 Reykjavík

Reykjavík, 15. mars 2022

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir), þingskjal 69 – 69. mál.

ÖBÍ tekur undir með flutningsmönnum frumvarpsins að eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og upplýsingaskylda einstaklinga gangi of langt þegar þriðja aðila, maka umsækjanda, er gert að taka þátt í meðferð máls sem í raun er ekki tengt honum.

Fjármagnstekjur eru einu tekjur maka sem geta haft áhrif á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Einu gögnin sem TR notar til að skoða fjármagnstekjur umsækjanda og maka eru skatt-framtöl aðila. Því er ljóst að engin ástæða er fyrir TR að krefjast upplýsinga frá maka eða fresta afgreiðslu mála vegna skort á upplýsingum frá maka. Samkvæmt 43. gr. almanna-tryggingalaga er ýmsum aðilum, m.a. skattayfirvöldum skylt að veita TR upplýsingar að því marki sem það telst nauðsynlegt til að unnt sé að framfylgja lögunum. Er því ljóst að TR getur óskað eftir skattframtölum beint frá Skattinum ef nauðsyn krefur og því ekki þörf á því að krefjast aðkomu maka lífeyrisþega við afgreiðslu stofnunarinnar.

Ekkert um okkur án okkar.

Virðingarfyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi ÖBÍ