Skip to main content
RéttarkerfiUmsögn

Meðferð sakamála og fullnusta refsinga (bætt réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda). 518. mál.

By 9. júní 2022október 6th, 2022No Comments

Nefndasvið
Austurstræti 8 – 10
150 Reykjavík

Reykjavík, 9. júní 2022

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands við frumvarp til laga ym breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga (bætt réttarstaða fatlaðs brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda). 152. löggjafarþing, þskj. 741 – 518. mál.

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd í þeirri von að löggjafinn hafi í huga mikilvægi þess að tryggja enn betur réttarstöðu fatlaðs fólks. ÖBÍ tekur heilshugar undir þær breytingartillögur sem nú þegar hafa verið gerðar en vonast þó eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi ábendinga. Það er ánægjulegt að sjá að við samningu frumvarpsins hafi verið litið til 13. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Samkvæmt 9. gr. frumvarpsins er dómara veitt heimild til þess að ákveða að skýrslu-gjöf brotaþola eða vitnis fari fram í sérútbúnu húsnæði. Telja verður að heimild dóm-ara til að ákveða hverju sinni hvort skýrslugjöf fari fram í sérútbúnu húsnæði geti haft í för með sér að einstaklingum sé mismunað á grundvelli fötlunar/skerðinga. Markmið þeirra breytinga sem koma fram í frumvarpinu eru skýr um það að bæta eigi réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð sakamála og því getur heimildarákvæði sem þetta ekki náð því markmiði sem að er stefnt. Brýnt er að einstaklingar með geðræna eða vistmunalega skerðingu eða skerta skynjun geti gengið að því vísu að skýrslutaka fari fram í sérútbúnu húsnæði. Nauðsynlegt er að þetta ákvæði verði nánar útfært, hvort sem það er í lögunum sjálfum eða í reglugerð. Réttast væri að skylt væri að útbúa sérútbúið húsnæði og kveða nánar um það hvar það skuli vera staðsett. Ennfremur þarf að vera ljóst hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla.

Ekkert um okkur án okkar!

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur ÖBÍ