Verðlaunahafar

Verðlaunahafar 2017

Verðlaunahafar og tilnefnir Hvatningarverðlaun 2017Í flokki einstaklinga:

 • Hlín Magnúsdóttir, fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

 • TravAble, fyrir hönnun og þróun á smáforriti sem gefur upplýsingar um aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk og fólk með sérþarfir.

Í flokknum umfjöllun/kynning:

 • RÚV, fyrir að kynna og sýna þættina „Með okkar augum“ á besta áhorfstíma.

Verðlaunahafar 2016

Í flokki einstaklinga:

 • Friðrik Sigurðsson, fyrir störf sín í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

 • Dagsól ehf.-verslunin Next, fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu sem meðal annars felur í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu.

Í flokknum umfjöllun/kynningar:

 • Tabú, fyrir fræðslu go markvissa umfjöllun um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.

Verðlaunahafar 2015

Verðlaunahafar Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015, ásamt Forseta Íslands, formanni og framkvæmdastjóra ÖBÍ og formanni undirbúningsnefndar verðlaunanna

Í flokki einstaklinga:

 • Brynjar Karl Birgisson, fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

 • Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

 • Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu.

 

Verðlaunahafar 2014

Í flokki einstaklinga:

 • Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

 • Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

 • Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.

Verðlaunahafar 2013

Í flokki einstaklinga:

 • Margrét M. Norðdahl, fyrir að tengja saman listsköpun fatlaðra og ófatlaðra með listahátíðinni List án landamæra.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

 • GÆS kaffihús, fyrir að koma á fót og standa fyrir rekstri eigin kaffihúss og brjóta múra í vinnumálum þroskahamlaðra.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

 • Sendiherraverkefni, fyrir markvissa kynningu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum og í félagsþjónustu um allt land.

Verðlaunahafar 2012

Í flokki einstaklinga:

 • Inga Björk Bjarnadóttir, fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

 • Gerpla fimleikafélag, fyrir að hafa, eitt íþróttafélaga, boðið upp á fimleikaþjálfun fyrir fólk með þroskahamlanir allt frá árinu 1997.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

 • Lára Kristín Brynjólfsdóttir, fyrir baráttu og hugrekki við að vekja umræðu um einhverfu og auka skilning almennings og heilbrigðisyfirvalda á stöðu fullorðinna á einhverfurófi.

Sjá um tilnefnda fyrri ár á eldri vef ÖBÍ á vefsafn.is