„Algert flopp“

Erindi Lars Midtiby vakti mikla athygli og lögðu viðstaddir vel við hlustir, enda gríðarlega mikilvæ…
Erindi Lars Midtiby vakti mikla athygli og lögðu viðstaddir vel við hlustir, enda gríðarlega mikilvægt að skoða reynslu annarra þjóða áður en teknar eru mikilvægar ákvarðanir sem hafa gríðarlega mikil áhrif á daglegt líf og afkomu fólks.

Reynsla Dana af því að taka upp starfsgetumat er ákaflega misjöfn, segir Lars Midtiby, framkvæmdastjóri systursamtaka ÖBÍ, þar í landi.

Lars Midtiby, framkvæmdastjóri Danske Handicaporganisationer, fór yfir breytingar á danska almannatryggingakerfinu 2012 og stöðuna eins og hún er nú, á vel sóttu málþingi Öryrkjabandalags Íslands. Erindi hans sem flutt var á ensku, bar yfirskriftina: The Danish Reforms -More people with disability on the labour market or just less social security? Það útleggst í lauslegri þýðingu: Breytingar á danska almannatryggingakerfinu - fleira fólk með skerta starfsgetu á vinnumarkaðinn, eða einfaldlega lakari almannatryggingar.

Lars benti meðal annars á í erindi sínu að ákveðnir þættir breytinga á danska almannatryggingakerfinu hefðu gengið vel, en aðrir ekki. Sumt, eins og upptaka starfsgetumats, væri í rauninni „algert flopp“ að mörgu leyti. Þrátt fyrir að nú séu sex ár liðin frá því að breytingar gengu í gildi, sé enn verið að rekast á ýmis horn og fjölmargt þyrfti enn að laga.

Erindi Lars er hér að neðan með íslenskum texta og skýrum og góðum glærum hans. Erindið er jafnframt táknmálstúlkað.