Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Heilsugæslan er í þróun og er ætlað að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Auk þeirrar þjónustu sem nefnd er að hér neðan sinnir heilsugæslan almennri læknisþjónustu, mæðravernd, ung- og smábarnavernd, bólusetningum, heilsuvernd skólabarna og eldra fólks.
Aldraðir og örorkulífeyrisþegar, börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki komugjöld á heilsugæsluna.
er upplýsinga- og samskiptavefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inni á „mínum síðum“ er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Hægt er að sækja ráðgjöf hjúkrunarfræðings í netspjalli. Um er að ræða samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.
er hluti af meðferð við sjúkdómum. Hann er tilvísun á ráðlagða hreyfingu sem hentar einstaklingnum og vekur áhuga hans. Stuðningur til hreyfingar frá fagaðila úr heilbrigðisstétt með það lokamarkmið að hreyfing verði sjálfsagður hluti af daglegu lífi.
fyrir fullorðna er í boði á um helmingi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu gegn komugjaldi, en barnasálfræðiþjónusta er veitt á öllum heilsugæslustöðvum án endurgjalds. Gert er ráð fyrir uppbyggingu um allt land. Biðtími eftir þjónustu getur verið nokkur. Vandinn er metinn eftir inntökuviðtal. Vægur til miðlungs alvarlegur vandi er meðhöndlaður á heilsugæslu, en við alvarlegri vanda er vísað á viðeigandi úrræði.
Þjónustan er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geðsjúkdóma og einstaklinga sem þurfa á þverfaglegri aðstoð og/eða þéttri eftirfylgd að halda. Geðheilsuteymin eru sérhæfð geðþjónusta, ráðgjöf og fræðsla. Þjónustan byggir á samvinnu á milli félags- og heilbrigðisþjónustu. Í geðheilsuteymum eru geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, félagsráðgjafar, notendafulltrúar, þjónustufulltrúar, sjúkraliðar og IPS ráðgjafar, en iðjuþjálfi, heilsuráðgjafi og fjölskyldufræðingur vinna þvert á teymin.
er ætlað að styðja einstaklinga með langvinn veikindi, s.s. sykursýki, offitu, hjartasjúkdóma, eða geðsjúkdóma til að ná tökum á sjúkdómsástandi sínu og auka lífsgæði. Meðferðin er einstaklingsbundin og getur m.a. verið fólgin í að auka færni skjólstæðings í að hafa eftirlit með eigin sjúkdómi og aðstoða viðkomandi við að breyta lífsstíl og setja sér markmið um heilsusamlega lifnaðarhætti.
Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál, 26. júní 2019