Skip to main content
Frétt

Skattbyrði og skerðingar – Efling og ÖBÍ

By 18. október 2018No Comments

Láglaunafólk, örorkulífeyrisþegar og fólk á vinnumarkaði hefur allt of lengi þurft að komast af á krónutölu sem allir hljóta að viðurkenna að dugar ekki. Veruleikinn er sá að allt of stór hluti þjóðarinnar býr við fátækt.

Það er ekki aðeins pólitískt rangt, það er siðferðislega rangt að krefja láglaunafólk að axla meiri samfélagslega ábyrgð en yfirstéttin gerir, til að viðhalda efnahagslegum stöðugleika.

Tíminn er runninn upp fyrir stjórnvöld að efna loforð sín um breytingar á skatta- og bótakerfunum. Tími skerðinga er liðinn.

Krafan er einföld: Mannsæmandi afkoma svo að allt fólk fái lifað með reisn.

Um þetta verður fjallað á opnum Gerðubergsfundi Eflingar og ÖBÍ: Skattbyrði og skerðingar

Á þessum sameiginlega fundi Eflingar og Öryrkjabandalagsins verður fjallað um afkomu lágtekjufólks á Íslandi, sérstaklega út frá skattbyrði og skerðingum. Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi í Breiðholti, Reykjavík, laugardaginn 20. október kl. 14:30-16:00.

Framsögu flytur Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu. Að því búnu verða pallborðsumræður með Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formanni ÖBÍ, Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar og Bergþóri Heimi Þórðarsyni öryrkja og dyraverði.

Bein útsending á vefnum og textatúlkun á ensku á skjá. Að venju er kaffi og kaka eftir fundinn og ókeypis barnapössun (skráning á vef Eflingar).