Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
COVID-19 göngudeild Landspítala sinnir einstaklingum sem eru veikir heima í einangrun. Hópur lækna og hjúkrunarfræðinga sinnir ráðgjafa- og símaeftirliti hjá fólki sem hefur greinst með COVID-19 og er heima í einangrun. Markmið þjónustunnar er að veita þessum sjúklingahópi bestu mögulegu þjónustu á viðeigandi stigi, meðal annars með sérhæfðri fjarheilbrigðisþjónustu, ráðgjöf og stuðningi svo ekki þurfi að koma til innlagnar. Með þessu er verið að tryggja öryggi sjúklinga og hámarka þann tíma sem þeir geta verið heima.