Námsstyrkir
ÖBÍ réttindasamtök veita fötluðu fólki styrki til að mennta sig. Markmiðið með námsstyrkjum ÖBÍ réttindasamtaka er að styrkja örorkulífeyristaka og einstaklinga á endurhæfingarlífeyri til formlegs náms sem greitt getur götu þess til atvinnu, sjálfstæðis og þátttöku.
-
- Um námsstyrki er að ræða og er þeim ætlað að koma til móts við námskostnað, svo sem skráningar- og þátttökugjöld.
- Aðeins er styrkt til eins námskeiðs, annar eða námsárs í senn.
- Umsækjendum er frjálst að sækja um oftar en einu sinni haldi þeir námi áfram, að því tilskyldu að um framvindu sé að ræða.
- Styrkupphæðir eru ákvarðaðar í hvert sinn í samræmi við umsóknir og fjárheimildir.
- Umsækjendur eru beðnir um að skila staðfestingu með umsókn á greiðslum vegna örorku eða endurhæfingar frá Tryggingastofnun.
- Úthlutunarnefnd rökstyður ekki ákvörðun í svarbréfi til umsækjenda.
- Mögulegt er að sækja um styrk til náms sem stundað hefur verið á úthlutunarárinu eða sem fyrirhugað er og staðfest umsókn liggur fyrir um.
Umsóknarfrestur til að sækja um námsstyrk á árinu 2025 rann út þann 31. júlí síðastliðinn. Opnað verður fyrir umsóknir um styrki vorið 2026. Við hjá ÖBÍ hvetjum þig til að hefja nám og öðlast nýja færni.
Mikilvægt að vita
Athugið að námsstyrki þarf að gefa upp til skatts við gerð næstu skattskýrslu. Hvort sem styrkirnir flokkist undir að vera skattskyldir eða falla undir undantekningu frá skattskyldu styrkja. Sjá nánar » Styrkir | Skatturinn – skattar og gjöld
Gott að vita
» Fatlað fólk getur sótt um styrk fyrir skólagjöldum og tölvukaupum hjá félagsráðgjöfum flestra sveitarfélaga.
» Sjálfsbjörg hefur tekið saman lista yfir sjóði, stofnanir, fyrirtæki og félagsamtök sem styrkja öryrkja og fatlað fólk til náms » Styrkir til náms og verkefna – Sjálfsbjörg
» Aðildarfélög ÖBÍ eru mörg hver með styrktarsjóði til dæmis náms- og ferðasjóði. Styrkirnir eru í boði fyrir félaga en það er þó ekki algilt. Því er vert að kanna hvort og hvað kynni að nýtast þér.
» Nám á framhalds- eða háskólastigi hefur ekki áhrif á örorkulífeyrisgreiðslur. Aftur á móti á það sama ekki við um ef þú færð endurhæfingarlífeyri. Þá þarf námið að geta talist sem liður í endurhæfingu. » Nám og endurhæfingarlífeyrir TR (island.is)
» Háskóli Íslands veitir um 25% afslátt af skráningargjöldum

