Skip to main content

Námsstyrkir

ÖBÍ réttindasamtök veita fötluðu fólki styrki til að mennta sig.  Öll sem eru í námi í fötlunarfræðum geta einnig sótt um styrk. Við hjá ÖBÍ hvetjum þig til að hefja nám og öðlast nýja færni. Umsóknarfrestur til að sækja um námsstyrk á árinu 2025 er til 30. júní næstkomandi.

Mikilvægt að vita

Athugið að námsstyrki þarf að gefa upp til skatts við gerð næstu skattskýrslu. Hvort sem styrkirnir flokkist undir að vera skattskyldir eða falla undir undantekningu frá skattskyldu styrkja. Sjá nánar » Styrkir | Skatturinn – skattar og gjöld

Gott að vita

» Fatlað fólk getur sótt um styrk fyrir skólagjöldum og tölvukaupum hjá félagsráðgjöfum flestra sveitarfélaga.

» Sjálfsbjörg hefur tekið saman lista yfir sjóði, stofnanir, fyrirtæki og félagsamtök sem styrkja öryrkja og fatlað fólk  til náms » Styrkir til náms og verkefna – Sjálfsbjörg 

» Aðildarfélög ÖBÍ eru mörg hver með styrktarsjóði til dæmis náms- og ferðasjóði. Styrkirnir eru í boði fyrir félaga en það er þó ekki algilt. Því er vert að kanna hvort og hvað kynni að nýtast þér.

» Nám á framhalds- eða háskólastigi hefur ekki áhrif á örorkulífeyrisgreiðslur. Aftur á móti á það sama ekki við um ef þú færð endurhæfingarlífeyri. Þá þarf námið að geta talist sem liður í endurhæfingu. » Nám og  endurhæfingarlífeyrir TR (island.is)

» Háskóli Íslands veitir um 25% afslátt af skráningargjöldum

» Hagnýtar upplýsingar um nám og áherslur ÖBÍ um  menntamál