Skip to main content

Verkefnastyrkir ÖBÍ

ÖBÍ réttindasamtök veitir árlega styrki í verkefni sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og eru í samræmi við markmið og stefnu samtakanna.

Umsóknarfrestur var til 15. mars 2024.

Upplýsingar um styrkúthlutanir munu liggja fyrir eigi síðar en 1. maí. Nöfn styrkþega eru birt á heimasíðu ÖBÍ þegar úthlutun hefur farið fram.

Reglur um úthlutun

ÖBÍ veitir styrki til verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks í samræmi við málefni, markmið og stefnu ÖBÍ.

  • Einstaklingar og félög, þar með talin aðildarfélög ÖBÍ, geta sótt um.
  • Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári.
  • Með umsókn skal fylgja tímasett fjárhags- og verkefnisáætlun.
  • Styrkþegar skili inn greinargerð við lok verkefnis um framkvæmd þess.
  • Stjórn ÖBÍ tekur ákvörðun um styrkveitingar.

1.  Styrkir eru veittir til verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks í samræmi við málefni, markmið og stefnu ÖBÍ.

2.  Markmiðið er að efla frumkvæði til nýrra verkefna sem skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk, stuðla að þátttöku þess í samfélaginu og auka skilning á málaflokknum. Félög og einstaklingar geta sótt um styrki fyrir verkefni sem stuðla að ofangreindu.

Ekki eru veittir styrkir vegna:

  • Viðhalds eða byggingar húsnæðis.
  • Reglulegrar starfsemi umsækjanda eða þjónustu sem opinberum aðilum er skylt að veita eða vegna verkefna sem bundin eru þjónustusamningum við opinbera aðila.
  • Persónulegra verkefna.

3.  Auglýst er í byrjun árs eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til 15. mars. Upplýsingar um styrkúthlutun liggi fyrir eigi síðar en 1. maí.

4.  Sótt er um styrki með rafrænum hætti á vefsíðu ÖBÍ www.obi.is. Auk almennra þátta skal eftirfarandi koma fram í umsókn:

  • Markmið, lýsing verkefnis og tilefni umsóknar.
  • Styrkupphæð.
  • Tíma- og verkáætlun.
  • Kostnaðaráætlun og önnur fjármögnun.

Ef fleiri en einn aðili standa að verkefni skulu þeir sameinast um umsókn.

5.  Við lok verkefnis skal skila greinargerð um framkvæmd þess og árangursmat. Ef verkefnið hefur ekki farið fram áskilur ÖBÍ sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkfjárhæðar innan árs miðað við áætluð lok verkefnis. Sama gildir reynist útgjöld vegna verkefnis samkvæmt umsókn lægri en veittur styrkur. Sæki styrkhafi um styrk að nýju án þess að hafa skilað inn greinargerð vegna áður úthlutaðs styrks, er umsókninni hafnað.

Styrkir greiðast út eftir framvindu verkefna. Þegar styrkumsókn hefur verið samþykkt og umsóknaraðili hefur staðfest að verkefni sé hafið greiðast út allt að 70% styrksins. Forsenda útgreiðslu þeirra 30% sem eftir eru er að greinargerð um framkvæmd og árangursmat við lok verkefnis hafi verið skilað. Hafi styrkur ekki verið sóttur innan 12 mánaða frá ætluðum lokum verkefnis fellur hann niður. Framkvæmdaráð getur sett nánari skilyrði eða gert samning við styrkhafa um framkvæmd styrkúthlutunar.

6.  Að jafnaði er sama verkefni að hámarki styrkt í þrjú ár.

7.  Framkvæmdaráð ÖBÍ metur umsóknir og leggur fram tillögur um styrkveitingar til stjórnar ÖBÍ. Stjórn fær tillögurnar frá framkvæmdaráði ásamt yfirliti yfir umsóknir, upphæðir og verkefni sem sótt er um fyrir. Stjórn tekur ákvörðun um úthlutun.

8.  Stjórn ÖBÍ rökstyður ekki ákvörðun um styrkveitingar að úthlutun lokinni.

9.  Nöfn styrkþega eru birt á vefsíðu ÖBÍ.

10. Með styrkumsókn veitir umsækjandi fulltrúum ÖBÍ heimild til nauðsynlegrar vinnslu trúnaðar- og persónuupplýsinga sem umsókn kunna að fylgja í samræmi við reglur um úthlutun styrkja. Farið er með styrkumsóknir í samræmi við persónuverndar-stefnu ÖBÍ og persónuverndarlög.

11. Reglur þessar skulu kynntar fyrir stjórn ár hvert eftir aðalfund ÖBÍ. Þær skal endurskoða þegar tilefni er til og að fenginni reynslu.

Reglur þessar eru settar af stjórn ÖBÍ með vísan í 6. gr. og 27. gr. laga ÖBÍ. Því skal birta reglurnar aðildarfélögum ÖBÍ.

 

Samþykkt á stjórnarfundi 29. september 2022
Reglurnar taka gildi fyrir úthlutun 2023


Úthlutanir

2023

Árið 2023 voru um 45 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum ÖBÍ. Umsóknir voru 62 talsins og fengu 30 verkefni styrk. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni.

  • ADHD samtökin. ADHD þjóðin – rannsóknarverkefni.
  • Ás styrktarfélag. SEARCH verkefni, sem miðar að því að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.
  • Birna Sigurjónsdóttir. Frístundabankinn, lánar hjálpartæki til útivistar og hreyfingar.
  • Björk Sigurðardóttir. Bók fyrir börn á grunnskólaaldri með hreyfihömlun og aðrar skerðingar.
  • Blindrafélagið. NaviLens aðgengislausn til nota í almenningssamgöngum og Hable One, punktaletur til að fjarstýra snjallsímum.
  • Einhverfusamtökin. Gagnabanki á netinu um allt sem snýr að einhverfu fólki.
  • Endósamtökin. Heimildarmyndin Endó – Ekki bara slæmir túrverkir.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög Víðsýnar, ferðafélags fólks með geðraskanir.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Menntaský, kennsluefni á netinu sett upp á einfaldan hátt.
  • Halaleikhópurinn. Leiksýningin Obbosí, eldgos!
  • Hlynur Bergþór Steingrímsson. Upplýsingasíðan öryrkinn.is.
  • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir. Miðlun rannsóknar um stafræna framþróun í opinberri þjónustu á Íslandi og áhrif á fatlað fólk.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Þátttaka í alþjóðaleikum Special Olympics og sumarbúða ÍF.
  • Leikfélag Sólheima. Leiksýningin Skógarbrúðkaup.
  • List án landamæra. Listahátíð 2023.
  • María Kjartansdóttir/Vala Ómarsdóttir. Framleiðsla á stuttmyndinni Gatklettur.
  • Málbjörg. Fræðsluþættir um stam í podcastformi og mynd.
  • ME félag Íslands. Framleiðsla myndbanda um ME og fræðsluátak á samfélagsmiðlum.
  • MND á Íslandi. Útgáfa uppskriftarbókarinnar Borðað með reisn.
  • MS félag Íslands. Sýning heimildarmyndarinnar Art of Rebellion.
  • Okkar heimur. Fjölskyldusmiðjur fyrir börn foreldra/forsjáraðila með geðrænan vanda.
  • Reykjavík Marketing ehf. Gerð kynningar- og fræðsluefnis um stafrænt aðgengi.
  • SEM samtökin. GEÐ-SEM fuglinn sem flýgur, kaup á rafmagnsfjallahjólum fyrir hálsskaða.
  • SERES hugverkasmiðja ehf. Heimsleikar Special Olympics í Berlín í júní 2023, gerð sjónvarpsþáttar um þátttöku Íslands.
  • Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. Kriki við Elliðavatn, sumarfélagsheimili.
  • Sjálfsbjörg lsh. Aðgengisúttekt á íþróttamannvirkjum innanhúss sem utan um land allt.
  • Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð ses. Fræðsluefni fyrir fjölskyldur barna með stuðningsþarfir.
  • Stómasamtök Íslands. Fræðslumyndband vegna öryggisleitar á flugvöllum.
  • Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Helgardvöl í Reykjadal fyrir einstaklinga 18 til 25 ára.
  • Töframáttur tónlistar. Tónleikaröð fyrir fólk sem vegna geðfatlana, félagslegrar einangrunar og/eða öldrunar á erfitt með að sækja listviðburði.

2022

Árið 2022 voru 20 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum ÖBÍ. Umsóknir voru 23 talsins, 17 verkefni fengu styrk. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni.

  • Átak, félag fólks með þroskahömlun. Átak til að blása lífi í félag fólks með þroskahömlun og auka sýnileika.
  • Endurhæfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga í Reykjavík. Endurnýjun á tölvubúnaði til að geta rekið starfsemina með eðlilegum hætti.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Fimm daga ferð með stuðningi til Austurlands.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Námsefni til notkunar með sýndarveruleikagleraugum.
  • Haraldur Sigþórsson. Málsókn vegna höfnunar starfsumsóknar.
  • Ingibjörg Magnúsdóttir. Gerð fyrirlesturs og myndbands til vitundarvakningar kennara í grunn- og framhaldsskólum.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Sumarbúðir ÍF og vetrarólympíuleikar fatlaðs fólks.
  • Kristinn Arnar Diego. Ritrýnd fræðigrein tengd samfélagi heyrnarlausra á Íslandi.
  • Landssamtökin Þroskahjálp. Fjölskyldur barna með þroskahömlun og skyldar raskanir af erlendum uppruna.
  • Leikfélag Sólheima. Uppsetning Dýranna í Hálsaskógi.
  • List án landamæra. Listahátíð 2022.
  • María Jónsdóttir. Speed date, vettvangur fólks með þroskahömlun í makaleit.
  • Með okkar augum. Með okkar augum, 12. þáttaröð.
  • Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Úthlutun námsstyrkja 2022.
  • Okkar heimur. Þýðing og framleiðsla á fræðslumyndbandi, útgáfa bókar og rekstur fjölskyldusmiðja fyrir börn foreldra/forsjáraðila með geðrænan vanda.
  • ON sviðslistahópur. Leiksýning á táknmáli og íslensku.
  • Samvera og súpa. Súpueldhús í Hátúni 12. Verkefni til að rjúfa félagslega einangrun öryrkja.

2021

Árið 2021 voru 22 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Umsóknir voru 28, 23 verkefni fengu styrki. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skildgreind verkefni.

  • Átak, félag fólks með þroskahömlun. „Út úr kófinu“, stuðningur við að efla félagsandann og félagsfærni eftir langan tíma í félagslegri einangrun vegna Covid.
  • EAPN á Íslandi. Samfélagshús, kaffistofa Pepp Íslands.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Sumarferð ferðafélaga Víðsýnar til Vestfjarða.
  • Geðhjálp. Stuðningur fyrir börn foreldra með geðrænan vanda.
  • Halaleikhópurinn. Uppsetning einþáttunga haustið 2021.
  • Hjálparhundar Íslands. Kynningarefni um hjálparhunda, fræðsla fyrir almenning.
  • Hjálparhundar Íslands. Námskeið fyrir eigendur hjálparhunda.
  • Hringsjá. Stefnumótun og úttekt á starfsemi Hringsjár.
  • Hugarafl. Útgáfa bókar um nýjar nálganir varðandi sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Sumarbúðir og Ólympíumót fatlaðra.
  • List án landamæra. Listahátíð 2021.
  • Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Styrkveitingar til námsmanna.
  • Orri Starrason. Heimildarmyndin „Króna mínus króna“.
  • Samhjálp. Kaffistofa Samhjálpar.
  • Samband íslenskra framhaldsskólanema. Stuðningsbankinn, upplýsingarvefsíða fyrir fyrir framhaldsskólanema með fatlanir.
  • Saumadraumur slf. Vöruhönnun á buxnasiniði fyrir fullorðna með sérþarfir.
  • SERES hugverkasmiðja. Með okkar augum, 11. þáttaröð.
  • Sigfús Helgi Kristninsson. Einstaklingsmiðuð viðmið í málstolsmeðferð.
  • Sjónarhóll – ráðgjafamiðstöð. Málaskráningarkerfi fyrir starfsemi Sjónarhóls.
  • Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir. Útgáfa bókarinnar, Harður skellur. Bókin fjallar um heilsufarsleg áhrif alvarlegra umferðarslysa á andlega, líkamlega, tilfinningalega og félagslega heilsu.
  • Tónsmiðja Valgerðar. Endurnýjun á spjaldtölvum.
  • Tónsmiðja Valgerðar. Listasmiðja, námskeið í listsköpun af ýmsu tagi.
  • Ungmennaráð Þroskahjálpar. Tökum upp þráðinn eftir Covid.

2020

Árið 2020 voru 20 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Umsóknir voru 23, 17 verkefni fengu styrki. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skildgreind verkefni.

  • Átak, félag fólks með þroskahömlun. Félagakort.
  • Dansgarðurinn. Dans fyrir alla. Efla dansiðkun fyrir fötluð börn.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir.
  • Hearing Voices Iceland. Námskeið og fræðsluferð.
  • Hraðar hendur. Táknmálstúlkun í leikhúsi, skuggatúlkun.
  • Hringsjá – náms- og starfsendurhæfing. Endurnýjun tölvubúnaðar fyrir nemendur og starfsfólk.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Sumarbúðir ÍF 2020.
  • List án landamæra. Listahátíð 2020.
  • Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Úthlutun námsstyrkja 2020.
  • Pílufélag fatlaðra. Smíði pílustanda fyrir standandi og sitjandi einstaklinga.
  • Samhjálp. Hátíðarmáltíð um páska á Kaffistofu Samhjálpar.
  • Samvera og súpa. Súpueldhús í Hátúni 12. Verkefni til að rjúfa félaglega einangrun öryrkja.
  • SERES hugverkasmiðja ehf. Með okkar augum, 10. þáttaröð.
  • Sviðslistahópurinn dB. Eyja – sviðslistaverk.
  • Töframáttur tónlistar. Tónleikaröð fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að sækja tólistar- og aðra listviðburði.
  • Vin, fræðslu og batasetur Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Stuðningur við vikulegan sjálfshjálparhóp til reykleysis.
  • Yfirbragð ehf. Útgáfa bókarinnar: Sjón þín, hugsun þín, skilningur þinn … sjáðu bara.

2019

Árið 2019 voru 15 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Umsóknir voru 31,18 aðilar fengu styrki. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni:

  • Atli Óskar Fjalarsson. Stuttmynd, um málefni s.s. geðheilsu, vináttu, sjálfsvíg og félagslega einangrun.
  • Átak, félag fólks með þroskahömlun. Styrkur veittur fyrir fjögur mismunandi verkefni.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
  • Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð.  Verkefnastjórn stuttra kvöldnámskeiða .
  • Friðþór Vestmann Ingason. Lærdómsvegurinn – fyrirlestrar fyrir bæjarfélög, grunnskóla, framhaldsskóla og vinnustaði.
  • Halaleikhópurinn. Endurnýjun áhorfendapalla í leikhúsi félagsins.
  • Halaleikhópurinn. Uppsetning leikverksins Ástandið.
  • Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing. Bætt vinnuaðstaða starfsfólks.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Alþjóðaleikar Special Olympics og Sumarbúði ÍF 2019.
  • Leikni /Góðgæti ehf. Verkefnahefti II um kynheilbrigði fyrir unglinga með frávik í taugaþroska.
  • List án landamæra / Hitt húsið. List án landamæra 2019.
  • María Jónsdóttir. Þýðing á Keeping safe meðferðaráætlun.
  • Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Úthlutun námsstyrkja 2019 og uppbygging höfuðstóls.
  • Reiðskóli fatlaðra, hestamannafélagið Hörður, Mosfellsbæ. Rekstrarkostnaður við reiðnámskeið fyrir fatlaða fólk.
  • Samvera og súpa. Súpueldhús í Hátúni 12.
  • SERES hugverkasmiðja ehf. Með okkar augum – 9. þáttaröð.
  • Tjarnarleikhópurinn. Menningarferð til Glasgow.
  • Vin, fræðslu- og batasetur RKÍ. Stuðningur við vikulegan sjálfshjálparhóp.

2018

Árið 2018 voru 15 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Umsóknir voru 28, 20 aðilar fengu styrki. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni.

  • Árni Heimir Ingimundarson. Útvarp Stam.
  • Ásbyrgi, vinnustaður Stykkishólmi. Verkfæri til endurnýtingar á pappír og til sápugerðar.
  • Brandur B. Karlsson. Þátttaka í keppni sprotafyrirtækja í Kína – Global Startup Awards.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Verkefnastjórn með námskeiðum.
  • Friðþór Vestmann Ingason. Útgáfa á bókinni Lærdómsvefurinn.
  • Hafliði Ásgeirsson. Skýrsla um stöðu nýsköpunarverkefna í velferðargeiranum.
  • Halaleikhópurinn. Uppsetning á leikritinu Maður í mislitum sokkum.
  • Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing. Endurbætur á starfsaðstöðu kennara/starfsfólks.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Ólympíumót fatlaðra og sumarbúðir  ÍF 2018 á Laugarvatni.
  • Landssamtökin Þroskahjálp. Stofnun og rekstur samráðshóps Þroskahjálpar og Átaks.
  • Leikfélag Sólheima. Leiksýning Sólheima 2018.
  • List án landamæra. Listahátíð Listar án landamæra 2018.
  • Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Úthlutun styrkja 2018.
  • Safnasafnið – íslensk alþýðulist. Sýning á byggingum eftir Gunnar Sigfús Kárason.
  • Samtökin 78 og Leikni.
  • Samvera og súpa. Súpa og samvera í húsnæði Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu.
  • Seres hugverkasmiðja, Með okkar augum. Framleiðsla á sjónvarpsþáttunum Með okkar augum árið 2018.
  • Specialisterne á Íslandi. Heilsuátak og iðjuþjálfun.
  • TMF Tölvumiðstöð. Tækni og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Útgáfa á bæklingi með auðlesnum texta um kynhneigð.

2017

Árið 2017 voru 20 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum ÖBÍ. Umsóknir voru 42, 24 aðilar fengu styrki en einu verkefni var frestað. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni.

  • Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir. Innleiðing Namaste Care á deild L4 fyrir heilabilaða á Landakoti.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Leiðtogar, námskeið fyrir fólk með þroskahömlun sem hefur áhuga á að starfa að félagsmálum og vera í forsvari fyrir félagasamtök.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Námskeið í tölvuviðhaldi og viðgerðum fyrir þá sem vilja öðlast betri skilning á vélbúnaði, ýmsum stýrikerfum og uppsetningu þeirra.
  • Halaleikhópurinn. Uppsetning leikverks og námskeið sem tengjast leiklist.
  • Harpa Cilia Ingólfsdóttir. Gerð námsefnis fyrir námskeið um algilda hönnun við Endurmenntun Háskóla Íslands.
  • Háskóli Íslands – Jafnrétti fyrir alla. Gerð heimasíðu fyrir rannsóknarhópinn „Jafnrétti fyrir alla“ en verkefni hópsins snúa að jafnrétti og körlum með þroskahömlun, upplifun þeirra, reynslu og aðgengi að jafnréttisstarfi.
  • Hestamannafélagið Hörður. Reiðskóli fyrir fötluð börn og börn með þroskahömlun og fullorðna.
  • Hjálparstarf kirkjunnar. Námskeiðið heilsueflandi samvera fyrir einstaklinga sem búa við fátækt og félagslega einangrun.
  • Hlutverkasetur. Leikhópurinn Húmor, geðveikt leikhús fyrir alla, vegna uppsetninga leikverka.
  • Hringsjá. Bætt vinnuaðstaða starfsfólks í móttöku.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Alþjóðavetrarleikar fyrir þroskahamlaða í Austurríki og sumarbúðir fatlaðra á Laugarvatni.
  • Landssamtök íslenskra stúdenta. Starfsteymi Réttinda Ronju vill stórbæta aðgengi upplýsinga fyrir háskólanema sem búa við fötlun eða skerðingu.
  • Landssamtökin Þroskahjálp. Fræðsla fyrir foreldra fatlaðra barna á aldrinum 0-10 ára.
  • Landssamtökin Þroskahjálp. Kynningar og umræðufundir með stjórnendum og starfsfólki í félags- og sérfræðiþjónustu sveitarfélaga og lögregluembætta þar sem fjallað verður um ofbeldi skv. samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
  • Leikni. Skrif á lífsleiknisögum um samskipti og kynheilbrigði til birtingar á www.leikni.is.
  • List án landamæra. Listahátíð Listar án landamæra 2017.
  • Með okkar augum. Sjöunda þáttaröð sjónvarpsþáttarins „Með okkar augum“.
  • María Jónsdóttir. Uppsetning á verkefnahefti sem nýtist ungu fólki með frávik í taugaþroska, í tengslum við kynheilbrigði.
  • NPA miðstöðin svf. Hönnun á vefsíðu og smáforriti sem heldur utan um NPA samninga, viðveruáætlanir og launaútreikninga aðstoðarfólks.
  • Rauði krossinn í Reykjavík – Vin. Samvera og máltíðir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir.
  • Samvera og súpa. Súpa, opið hús og félagsstarf til að rjúfa einangrun fólks.
  • Töframáttur tónlistar – Gunnar Kvaran. Tónleikaröð fyrir einstaklinga með geðraskanir í athvörfum, klúbbum og félagsmiðstöðvum.
  • Útilífsmiðstöð skáta, Úlfljótsvatni. Endurnýjun lyftu í JB skála.
  • Þorsteinn Halldórsson. Þátttaka í keppnismóti í bogfimi fatlaðra m.a. á Ítalíu, Tékklandi og HM í Beijing í Kína.

2016

Árið 2016 voru 10 milljónir til ráðstöfunar í sérstaka styrki á vegum ÖBÍ. Umsóknir voru 40, 18 aðilar fengu styrki en eitt verkefni féll niður. Eftirtaldir aðilar fengu styrki fyrir skilgreind verkefni.

  • André Bachmann Sigurðsson. 34. jólahátíð fatlaðs fólks 2016.
  • Ferðafélagið Víðsýn. Ferðalög fólks með geðraskanir, liðveisla og stuðningur.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. iPad spjaldtölvur.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Rekstur hljómsveitarinnar „The Moonlight band“, ætlað fólki með geðfötlun.
  • Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Nám í tölvuviðhaldi og viðgerðum í samstarfi við Promennt. Námið er aðlagað að nemendum á einhverfurófi.
  • Halaleikhópurinn. Uppsetning leikverks og námskeið sem tengjast leiklist.
  • Hraðar hendur. Skuggatúlkun/táknmálstúlkun á leikverki í Borgarleikhúsinu vorið 2016.
  • Hringsjá. Bætt vinnuaðstaða nemenda.
  • Íþróttasamband fatlaðra. Sumarbúðir ÍF og Ólympíumót fatlaðra í Ríó de Janeiro.
  • Landssamtökin Þroskahjálp. Þættirnir „Með okkar augum“ á RÚV.
  • List án landamæra. Listahátíð Listar án landamæra 2016.
  • Samvera og súpa. Súpa, opið hús og félagsstarf til að rjúfa einangrun fólks.
  • Sjónarhóll. Ráðgjafaviðtöl og/eða teymisfundir fyrir foreldra barna með sérþarfir.
  • Sjóður Odds Ólafssonar. Til eflingar sjóðsins.
  • Snædís Rán Hjartardóttir og Pála Kristín Bergsveinsdóttir. Rannsókn á möguleikum fatlaðra háskólanema til skiptináms á Norðurlöndum og Bretlandi.
  • Soffía Halldórsdóttir. Hjólaleiga fyrir fatlaða einstaklinga.
  • Töframáttur tónlistar. Tónleikaröð fyrir einstaklinga með geðraskanir í athvörfum, klúbbum og félagsmiðstöðvum.
  • Þorsteinn Halldórsson. Þátttaka í Evrópumeistaramóti í bogfimi í Frakklandi.