Skip to main content

Ávarp formanns

Kæru félagar! Ár allskonar, ár takmarkana, lokana, opnana, breytinga, endis, upphafs og alls annars. Þannig hefur það verið, oft flókið, skrítið, erfitt og stundum skemmtilegt. Alltaf áskorun í alla staði. Á árinu sigldum við ÖBÍ skútunni rafrænt í gegnum aðalfund, stefnuþing, og aðra fundi innlenda og erlenda sem ÖBÍ hefur haft með að gera, og gekk það vel. Við unnum sigra og töpuðum málum, og við héldum áfram baráttunni um bættan hag fatlaðs fólks.