Skip to main content

Vörðurnar

1961   Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) stofnað af sex félögum fatlaðs fólks.

1961   Skrifstofa ÖBÍ opnuð í húsnæði SÍBS að Bræðraborgarstíg (1. ágúst 1961).

1962   ÖBÍ gerist í fyrsta sinn aðili að erlendum samtökum, NVF, Nordisk Vanförvårdsforening.

1966   Stofnun Hússjóðs Öryrkjabandalagsins (22. febrúar 1966).

1971   Skrifstofa ÖBÍ flytur í Hátún 10.

1971   Tekjutrygging sett í lög – skertist hún ef tekjur maka voru yfir ákveðinni upphæð.

1972   Aðildarfélögin eru orðin átta.

1975   Fyrsti vísir að ferðaþjónustu fatlaðra verður til með VW rúgbrauð bifreið sem var gjöf sænsku systursamtaka ÖBÍ.

1976   Lögfræðingur ráðinn í hlutastarf á skrifstofuna.

1976   Örtækni – Tæknivinnustofa Öryrkjabandalags Íslands tekur til starfa.

1978   Aðildarfélögin eru orðin tíu.

1979   Vinnustofusjóður Öryrkjabandalagsins stofnaður.

1981   Saumastofa sett á laggirnar.

1981   Alþjóðaár fatlaðra.

1983   Skrifstofa ÖBÍ flytur í tengibyggingu á milli Hátúns 10-10b.

1984   Samtök fatlaðs ungs fólks (FUÍ) stofnuð – sú starfsemi lagðist niður í lok 9. áratugarins.

1986   Íslensk getspá tekur til starfa.

1987   Starfsþjálfun fatlaðra tekur formlega til starfa – síðar Hringsjá náms- og starfsendurhæfing.

1987   TMF – Tölvumiðstöð fatlaðra tekur til starfa – frá 2011 TMF – Tölvumiðstöð.

1993   Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkir reglur um jafna þátttöku, sem Ísland undirritar.

1988   Fréttabréf Öryrkjabandalagsins gefið út í fyrsta sinn.

1988   Byrjað að greiða þóknun fyrir setu á stjórnarfundum bandalagsins.

1989   16 aðildarfélög.

1989   Á degi fatlaðra þann 13. október tóku í fyrsta skipti launþegahreyfingar að einhverju ráði þátt í baráttu fatlaðra.

1992   Lög um málefni fatlaðra taka gildi.

1992   Sameinuðu þjóðirnar ákveða að 3. desember skuli vera Alþjóðadagur fatlaðs fólks. Var haldið upp á hann í fyrsta sinn hér á landi þann 3. desember 1993.

1993   Lögum um Almannatryggingar  breytt.

1993   Veittur styrkur úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur í fyrsta sinn.

1999   Alþingi samþykkir að örorkumat skuli einungis byggja á læknisfræðilegum forsendum. Um leið var komið  á fót úrskurðarnefnd í ágreiningsmálum hjá Tryggingastofnun ríkisins.

2000   „Öryrkjadómurinn fyrri“ þar sem Hæstiréttur dæmir skerðingu tekjutryggingar frá Tryggingastofnun vegna tekna maka ólögmæta.

2001   Lög sett sem leyfa skerðingu upp að vissu marki og að þær skerðingar skulu gilda afturvirkt.

2002   ÖBÍ ásamt Landssamtökunum Þroskahjálp taka að sér Fullorðinsfræðslu fatlaðra og nafninu breytt í Fjölmennt

2003   Hæstiréttur dæmir ÖBÍ í hag og felldi úr gildi að lögin sem sett voru í kjölfar öryrkjadómsins væru afturvirk.

2004   Aldurstengd örorkuuppbót samþykkt á Alþingi að frumkvæði ÖBÍ, þó ekki eins og bandalagið hafði gert samkomulag um við ráðherra.

2005   Kvennahreyfing ÖBÍ stofnuð á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars.

2005   Nafni Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands breytt í Brynja – hússjóður Öryrkjabandalagsins.

2007   30 aðildarfélög.

2007   Ísland undirritar Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

2007   Hvatningarverðlaun ÖBÍ afhent í fyrsta sinn, á Alþjóðadegi fatlaðra 3. desember.

2008   Skerðing á greiðslum frá Tryggingastofnun vegna tekna maka afnumin.

2008   Lög um skóla án aðgreiningar. Varð síðar skóli margbreytileikans.

2011   Lög sett sem staðfesta táknmál sem fyrsta mál þeirra sem þurfa á því að halda.

2011   Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

2014   Skrifstofan flytur í Sigtún eftir að ÖBÍ hafði fest kaup á helmingi hússins.

2015   Fyrstu málefnahópar bandalagsins taka til starfa.

2016   Fullgilding Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

2016   Eftir álit Umboðsmanns Alþingis fellst TR á að leiðrétta útreikning búsetuskerðingar vegna búsetu erlendis.

2016   Hæstiréttur dæmir ólögmætt að neita leigjendum hjá Brynju, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogi og nokkrum öðrum um sérstakar húsnæðisbætur.

2016   Nýtt kerfi húsnæðisstuðnings tekur gildi þar sem m.a. öll sveitarfélög eru skuldbundin til að veita tekjulágum sérstakan húsnæðisstuðning.

2018   Réttur til Notendastýrðar persónulegrar aðstoðar – NPA – lögfestur með nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

2020   Skrifað undir samstarfsyfirlýsingu við fjögur stór samtök launafólks um bætt lífskjör

2021   Viðmiðunaraldur barna fatlaðra foreldra sem búa heima og stunda nám hækkaður úr 20 í 25 ár. Foreldrar halda heimilisuppbótiinni frá TR

2021   Dómur fellur um að ekki sé heimild í lögum að binda rétt fatlaðs fólks á NPA við mótframlag úr ríkissjóði.

2022   Hæstiréttur dæmir að ekki megi skerða sérstaka framfærsluuppbót frá TR vegna búsetu erlendis.

2022   41 aðildarfélag.

2022   Fjórðungshlutur keyptur í Sigtúni 42, þannig að bandalagið á nú 75% hússins.