
© Stjórnarráð Íslands
Nýlega var sett í samráðsgátt stjórnvalda, drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035. ÖBÍ fagnar því að stjórnvöld ætli að leggja fram atvinnustefnu til ársins 2025.
Markmið atvinnustefnunnar er að fjölga vel launuðum störfum um allt landið og styðja hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði. Atvinnustefnan er 10 ára vaxtaplan um hvernig stjórnvöld ætla að vinna með atvinnulífinu að aukinni verðmætasköpum. Í stefnunni verður byggt á styrkleikum landsins þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður gegna lykilhlutverki.
Í lýsingu á verkefninu kemur fram að með mótun atvinnustefnu næst sjálfbærni í vexti atvinnugreina, aukin framleiðni og heilbrigður vinnumarkaður. ÖBÍ leggur áherslu á að félagsleg sjálfbærni á vinnumarkaði þarf að fela í sér virka þátttöku fatlaðs fólks. Það er mikilvægt að atvinnustefna innihaldi tækifæri til þátttöku allra þjóðfélagshópa þannig að hver og einn finni til ábyrgðar til þess að skapa meiri verðmæti.
Ekkert um okkur án okkar!
Með vinsemd og virðingu,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ
Gunnar Alexander Ólafsson
hagfræðingur ÖBÍ
Sunna Elvira Þorkelsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ
Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035
Mál nr. S-144/2025. Forsætisráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 20. ágúst 2025

