Skip to main content
RéttarkerfiSRFFUmsögn

Almenn hegningarlög (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu)

By 1. desember 2025desember 3rd, 2025No Comments
Hópur fólks úr ÖBÍ réttindasamtökum tekur þátt í Gleðigöngunni fyrir framan Hallgrímskirkju. Þau bera skilti með textanum „Skert aðgengi fyrir öll sem falla ekki undir staðlaða liti regnbogans!“ Fremst í broddi fylkningar er formaður ÖBÍ, Alma Ýr og Þórgnýr Einar upplýsingafulltrúi ÖBÍ.

Fjöldi fatlaðs fólks mætir fordómum vegna fötlunar sinnar sem og neikvæðri og hatursfullri orðræðu. ÖBÍ er mótfallið því að þrengja ákvæði í almennum hegningarlögum um hatursorðræðu með þeim hætti sem lagt er til i þessu frumvarpi. Í þessu sambandi er vert að geta þess að stafrænt ofbeldi í garð fatlaðra kvenna og stúlkna er alvarlegt og vaxandi vandmál.

Alþingi lögfesti nýlega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. hinna nýsamþykktu laga skal íslenska ríkið gera allar viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntamála og aðrar ráðstafanir í því skyni að vernda fatlað fólk, jafnt innan heimilis sem utan, fyrir hvers kyns ofbeldi, þar á meðal kynbundnum hliðum þessa. Samkvæmt 5. mgr. skulu aðildarríkin taka upp árangursríka löggjöf og stefnu, þar á meðal löggjöf og stefnu þar sem sérstakt tillit er tekið til kvenna og barna, til að tryggja að ofbeldi og sem beinast gegn fötluðu fólki verði greindar, rannsakaðar og eftir atvikum ákært vegna þeirra. Að mati ÖBÍ er tillaga frumvarpsins í andstöðu við áskilnað þessara ákvæða um vernd fatlaðs fólks.

Ekkert um okkur án okkar!

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Sigurður Árnason
lögfræðingur ÖBí


Almenn hegningarlög (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu)
82. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 1. desember 2025


ÖBÍ réttindasamtök (ÖBÍ) eru heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Hlutverk samtakanna er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks í hverskyns hagsmunamálum.