Skip to main content
Stafrænt aðgengiUmsögn

Tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

By 22. september 2025No Comments
Táknræn mynd af konu sem leggur hendur nærri eyrum. Fjólublár, litur fatlaðs fólks er í bakgrunni.

Áform um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

ÖBÍ réttindasamtök hafa mikinn áhuga á því að taka þátt í samtali við stjórnvöld um hvernig megi stuðla að auknu aðgengi fyrir öll í tengslum við opinberar styrkveitingar og því tengt.

Á Íslandi eigum við enn langt í land með að tryggja að efni sé aðgengilegt fyrir fatlað fólk. Því miður er sjaldgæft að gerðar séu sjónlýsingar eða íslenskir textar fyrir kvikmyndir. Slíkt þarf ekki að vera mjög kostnaðarsamt í framleiðslu, en það þarf að huga sérstaklega að því og gera viðeigandi ráðstafanir.

Áhugavert væri að meta hvort hægt sé að skilyrða opinbera styrki við lágmarkskröfur um aðgengi fyrir öll, eða hvort unnt væri að veita sérstöku fjármagni í þennan þátt framleiðslu.

Erlendis er aðgengi fyrir öll orðið sjálfsagður hluti af kvikmynda- og þáttaframleiðslu. Það væri því mikilvægt og spennandi að hefja þetta samtal hér á landi, hvort sem það er í tengslum við þessi áform eða við heildarendurskoðun kerfisins.

ÖBÍ réttindasamtök eru reiðubúin til þess að veita frekari upplýsingar um hvernig hægt sé að bæta aðgengi fyrir öll.

Virðingarfyllst,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Rósa María Hjörvar
stafrænn verkefnastjóri ÖBÍ

Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri ÖBÍ


Áform um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi
Mál nr. S-165/2025. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 22. september 2025