Skip to main content

UNNDÍS

1

Forysta

Með stefnu um inngildingu  á vinnumarkaði auka stjórnendur félagslega sjálfbærni, bæði innan og utan vinnustaðar. Stefnan er yfirfarin árlega og innan vinnustaðarins er sérstakt stjórnendateymi sem tryggir og ber ábyrgð á inngildingu fatlaðs fólks.

2

Áætlanagerð

Innan vinnustaðar skal tryggja inngildingu fatlaðs fólks og viðeigandi aðlögun gerð hluti af  stefnu og markmiðum.

3

Innri stefna vinnustaðar varðandi fólk með skerta starfsgetu

Stefna og áætlun vinnustaðarins um félagslega sjálfbærni og inngildingu fatlaðs fólks er innleidd og uppfærð á tveggja ára fresti.

4

Þekkingarmiðja innan vinnustaðar um réttindi fatlaðs fólks

Innan vinnustaðar er deild eða starfsmaður sem hefur mikla þekkingu á réttindum fatlaðs fólks. Sé vinnustaðurinn stór og deildarskiptur skal skipa ábyrgðaraðila frá hverri deild sem funda a.m.k. einu sinni á ári.

5

Samráð við fatlað fólk

Ábyrgðaraðilar vinnustaðar hafa samráð við fatlað fólk um öll mál sem varðar inngildingu. Til viðbótar hafa æðstu stjórnendur vinnustaðar samráð við hagsmunafélög fatlaðs fólks.

6

Aðgengi

Framkvæmt er mat á aðgengi fyrir fatlað fólk innan vinnustaðarins, aðgengisáætlun innleidd og endurskoðuð á fimm ára fresti. 6.1 Ráðstefnur og viðburðir. Grunnmat er framkvæmt á aðgengi og viðeigandi aðlögun fyrir ráðstefnur og viðburði, aðgengisstefna innleidd, leiðbeiningar um aðgengi að þjónustu og aðstöðu eru til staðar og aðgengisviðmið eru sett og uppfyllt.

7

Viðeigandi aðlögun

Stefna og aðgerðaráætlun um viðeigandi aðlögun á vinnustaðnum er mótuð og innleidd. Upplýsingar um viðeigandi aðlögun eru aðgengilegar og ánægjukannanir gerðar.

8

Innkaup

Innkaupastefna vinnustaðarins tryggir að allar vörur og þjónusta séu aðgengileg í notkun og skapi ekki nýjar hindranir fyrir fatlað fólk.

9

Áætlanir og verkefni

Leiðbeiningaskjal er til staðar um inngildingu á öllum stigum. Viðkomandi vinnustaður setur sér og uppfyllir lágmarksviðmið um að áætlanir og verkefni taki mið af inngildingu fatlaðs fólks.

10

Mat á verkefni

Leiðbeiningar um mat innihalda upplýsingar um hvernig fjalla skal um inngildingu fatlaðs fólks. Inngilding er samþætt í öllu matsferlinu og kemur það fram i matsskjölum. Greiningar á mati, niðurstöðum og ráðleggingum um inngildingu skal framkvæmd á fimm ára fresti.

11

Landaskýrslur og gögn

Í leiðbeiningum sem snúa að landa-verkefnaáætlunum (á við SÞ) er hvatt til inngildingar og samþættingar fötlunarsjónarmiða inn í almennt starf.

12

Sameiginlegt verkefni/áætlun

Einingar taka þátt verkefnum sem snúa að inngildingu og samræmingu þvert á vinnustaði og stofnanir. Að minnsta kosti eitt sameiginlegt verkefni er í gangi.

13

Atvinna

Í ráðningarstefnus vinnustaðarins eru ákvæði sem ætlað er að laða að, ráða, viðhalda og þróa fatlað fólk áfram í starfi. Ánægja og vellíðan fatlaðra starfsmanna mælist svipuð og annarra a vinnustaðnum.

14

Þróun á getu starfsfólks

Vinnustaðurinn býður upp á námskeið og þjálfun fyrir starfsfólk til þess að auka þekkingu á inngildingu. Þátttaka í námi og þjálfun um inngildingu er skylda og eftirfylgni með að starfsfólk ljúki námi og þjálfun. Þá er boðið upp á sérsniðin námskeið og námsefni um inngildingu fyrir starfsfólk, æðstu stjórnendur og fulltrúa stéttarfélaga.

15

Samskipti

Leiðbeiningar og verkferlar  eru til staðar sem ætlað er að tryggja að fötluðu fólki sé sýnd virðing í innri og ytri samskiptum vinnustaðarins. Herferðir um inngildingu eru keyrðar á tveggja ára fresti.

Kynntu þér málið

 

 

 

 

Allt um UNNDÍSI á ensku. UNDIS – The United Nations Disability Inclusion Strategy.  Stefna Sameinuðu þjóðanna um viðeigandi aðlögun fólks um skerta starfsgetu  →

tengill á vef sameinuðu þjóðanna um UNNDÍS