Skip to main content

Fundargerðir stjórnar

Nýjustu fundargerðir stjórnar ÖBÍ réttindasamtaka má lesa hér. Eldri fundargerðir ÖBÍ eru varðveittar á vefsafn.is

2022-2023

1. fundur stjórnar 2022

Fundargerð 1. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 27. október 2022, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mættir: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður, Bergþór H. Þórðarson, varaformaður og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri (á Teams).

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson (á Teams), Bergur Þorri Benjamínsson, Hrönn Stefánsdóttir, María Pétursdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson.

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Bragadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir (á Teams), Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), María Magdalena Birgisdóttir Olsen, Sigþór Hallfreðsson (á Teams) og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir, Óskar Guðmundsson og Sigríður Halla Magnúsdóttir.

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

1. Setning fundar. Fundur var settur kl. 16:02. Farið yfir fyrirliggjandi dagskrá og hún samþykkt.

2. Kynning stjórnarmanna.

3. Fundargerð 13. stjórnarfundar, 29. september 2022. Fundargerð 13. fundar stjórnar borin upp og samþykkt.

4. Skýrsla formanns.

5. Reglur settar af stjórn. Formaður bað stjórnarmenn að kynna sér vel siðareglur og EKKO-reglur bandalagsins.

6. Kosning framkvæmdaráðs. Sjálfkjörin í framkvæmdaráð 2022-2023 voru: Fríða Bragadóttir og Hjördís Ýrr Skúladóttir sem aðalmenn og Sigþór Hallfreðsson og Snævar Ívarsson sem varamenn. Formaður, varaformaður og gjaldkeri stjórnar ÖBÍ sitja einnig í framkvæmdaráði.

7. Brynja fulltrúaráð. Upplýst um skipun fulltrúaráðs Brynju leigufélags ses. samkvæmt nýjum samþykktum félagsins.

8. Beiðni frá aðildarfélagi. Beiðni hafði borist frá aðildarfélagi um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk 2023. Tillaga framkvæmdaráðs um að hafna þessari beiðni var borin upp og samþykkt samhljóða.

9. Fjármál ÖBÍ 9 mánaða staða.

10. Fundartími stjórnar – næsti fundur. Næsti fundur stjórnar verður 17. nóvember frá kl. 16:00 til 18:30.

11. Önnur mál.

 • Var rætt um starfshlutfall varaformanns ÖBÍ og vék varaformaður af fundi undir þessum dagskrárlið.
 • Borið upp að frá og með kjöri næsta varaformanns ÖBÍ verði viðkomandi greidd 20% auk eininga fyrir fundarsetu. Samþykkt samhjóða.
 • Lagt var til að vísa málinu til framkvæmdaráðs til nánari afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 19:03.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

2. fundur stjórnar 2022

Fundargerð 2. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 24. nóvember 2022, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mættir: Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður, (á Teams), Bergþór H. Þórðarson, varaformaður og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri.

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson, Bergur Þorri Benjamínsson (á Teams), Hrönn Stefánsdóttir, María Pétursdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson (á Teams).

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Bragadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir (á Teams), Hjördís Ýrr Skúladóttir (á Teams),  Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), Sigþór Hallfreðsson og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir, Óskar Guðmundsson og Sigríður Halla Magnúsdóttir.

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

 1. Setning fundar.

Fundur var settur kl. 16:05. Farið yfir fyrirliggjandi dagskrá og hún samþykkt.

Fundargerð. Fundargerð 1. fundar stjórnar borin upp og samþykkt.

 1. Skýrsla formanns. Skýrslan hafði verið send í tölvupósti.
 1. Málefni Brynju leigufélags ses.
 • Viljayfirlýsing til þriggja ára varðandi fjárframlög frá ÖBÍ. Borið upp að setja saman viljayfirlýsingu um að greiða Brynju leigufélagi 165 milljónir króna árlega með þeim fyrirvara að rekstur bandalagsins væri í jafnvægi. Samþykkt samhljóða.
 • Beiðni um aukaframlag. Lagt var til að láta Brynju njóta aukaframlags með líkum hætti og áður, ef og þegar Íslensk getspá greiðir út aukaframlag. Samþykkt.
 1. Fyrirtækin Hringsjá og Örtækni.
 • Hringsjá – starfs- og námsendurhæfing. Tillaga lögð fram um að styrkja Hringsjá um 15 milljónir króna. Samþykkt.
 • Örtækni. Borið upp að hafa Örtækni í huga þegar og ef aukaframlag frá ÍG berst og aukastyrk þegar rekstrarforminu verði breytt. Samþykkt.
 1. Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur. Upplýst um að framkvæmdaráð hafi ákveðið að unnið verði að breyttu fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að einfalda allt utanumhald og lækka þannig rekstrarkostnað sjóðsins.
 1. Starfs- og fjárhagsáætlun ÖBÍ 2023.
 2. Fundartími stjórnar – næsti fundur. Næsti fundur stjórnar er 8. desember kl. 16:00 til 18:30.
 1. Önnur mál.
 • Upplýst um áherslur Nýrnafélagsins á líkamsrækt fyrir fólk með nýrnasjúkdóma. Lagt til að fela framkvæmdaráði að leita mögulegra leiða til að lækka aðgang að líkamsræktarstöðvum fyrir örorkukortshafa. Samþykkt.
 • Rætt um 16. ráðstefnu Nordic Network on Disability Research (NNDR) sem haldin verður í maí 2023 hér á landi. Borið upp að styrkja félag um fötlunarrannsóknir um 300.000 krónur til að fá hingað erlendan fyrirlesara. Samþykkt.
 • Borið upp að nota fjármagn sem var áætlað í Galway til að styrkja fólk til að fara á ráðstefnuna. Samþykkt.
 • Rætt um alþjóðadag fatlaðs fólks 3. desember og vitundarvakningu tengda deginum. Eins var sagt frá húfum með áherslum ÖBÍ sem á að afhenda alþingismönnum þann 29. nóvember.
 • Upplýst að aðgengishópurinn hafi lagt inn kæru til umboðsmanns Alþingis vegna þess að notendur stæðiskorts fatlaðs fólks hafa undanfarið verið rukkaðir fyrir bílastæði, m.a. í bílakjallara Hörpu og í þjóðgörðum.
 • Farið var yfir nýjan starfssamning varaformanns ÖBÍ. Vék varaformaður af fundi á meðan.

Fundi var slitið kl. 18:43.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

3. fundur stjórnar 2022

Fundargerð 2. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 24. nóvember 2022, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mættir: Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður, (á Teams), Bergþór H. Þórðarson, varaformaður og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri.

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson, Bergur Þorri Benjamínsson (á Teams), Hrönn Stefánsdóttir, María Pétursdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson (á Teams).

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Bragadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir (á Teams), Hjördís Ýrr Skúladóttir (á Teams),  Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), Sigþór Hallfreðsson og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir, Óskar Guðmundsson og Sigríður Halla Magnúsdóttir.

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

 1. Setning fundar.

Fundur var settur kl. 16:05. Farið yfir fyrirliggjandi dagskrá og hún samþykkt.

Fundargerð.

Fundargerð 1. fundar stjórnar borin upp og samþykkt.

 1. Skýrsla formanns.

Skýrslan hafði verið send í tölvupósti.

 1. Málefni Brynju leigufélags ses.
 2. Viljayfirlýsing til þriggja ára varðandi fjárframlög frá ÖBÍ.

Borið upp að setja saman viljayfirlýsingu um að greiða Brynju leigufélagi 165 milljónir króna árlega með þeim fyrirvara að rekstur bandalagsins væri í jafnvægi. Samþykkt samhljóða.

 1. Beiðni um aukaframlag.

Lagt var til að láta Brynju njóta aukaframlags með líkum hætti og áður, ef og þegar Íslensk getspá greiðir út aukaframlag. Samþykkt.

 1. Fyrirtækin Hringsjá og Örtækni.

Hringsjá – starfs- og námsendurhæfing.

Tillaga lögð fram um að styrkja Hringsjá um 15 milljónir króna. Samþykkt.

Örtækni.

Borið upp að hafa Örtækni í huga þegar og ef aukaframlag frá ÍG berst og aukastyrk þegar rekstrarforminu verði breytt. Samþykkt.

 1. Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur.

Upplýst um að framkvæmdaráð hafi ákveðið að unnið verði að breyttu fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að einfalda allt utanumhald og lækka þannig rekstrarkostnað sjóðsins.

 1. Starfs- og fjárhagsáætlun ÖBÍ 2023.
 2. Fundartími stjórnar – næsti fundur.

Næsti fundur stjórnar er 8. desember kl. 16:00 til 18:30.

 1. Önnur mál.
 • Upplýst um áherslur Nýrnafélagsins á líkamsrækt fyrir fólk með nýrnasjúkdóma. Lagt til að fela framkvæmdaráði að leita mögulegra leiða til að lækka aðgang að líkamsræktarstöðvum fyrir örorkukortshafa. Samþykkt.
 • Rætt um 16. ráðstefnu Nordic Network on Disability Research (NNDR) sem haldin verður í maí 2023 hér á landi. Borið upp að styrkja félag um fötlunarrannsóknir um 300.000 krónur til að fá hingað erlendan fyrirlesara. Samþykkt.

Borið upp að nota fjármagn sem var áætlað í Galway til að styrkja fólk til að fara á ráðstefnuna. Samþykkt.

 • Rætt um alþjóðadag fatlaðs fólks 3. desember og vitundarvakningu tengda deginum. Eins var sagt frá húfum með áherslum ÖBÍ sem á að afhenda alþingismönnum þann 29. nóvember.
 • Upplýst að aðgengishópurinn hafi lagt inn kæru til umboðsmanns Alþingis vegna þess að notendur stæðiskorts fatlaðs fólks hafa undanfarið verið rukkaðir fyrir bílastæði, m.a. í bílakjallara Hörpu og í þjóðgörðum.
 • Farið var yfir nýjan starfssamning varaformanns ÖBÍ. Vék varaformaður af fundi á meðan.

Fundi var slitið kl. 18:43.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

4. fundur stjórnar 2023

Fundargerð 4. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 26. janúar 2023, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mætt: Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður, Bergþór H. Þórðarson, varaformaður og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri (á Teams).

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson, Bergur Þorri Benjamínsson, Hrönn Stefánsdóttir (á Teams), María Pétursdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson.

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson (á Teams), Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir (á Teams), Hjördís Ýrr Skúladóttir, Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), María Magdalena Birgisdóttir Olsen (á Teams), Sigþór Hallfreðsson (á Teams) og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir, Óskar Guðmundsson og Sigríður Halla Magnúsdóttir (á Teams).

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

 1. Setning fundar. Fundur var settur kl. 16:02. Farið var yfir dagskrá fundarins og hún samþykkt.
 1. Fundargerð frá 24. nóvember 2022. Fundargerð 3. fundar stjórnar borin upp og samþykkt með áorðnum breytingum.
 2. Skýrsla formanns.
 1. Formannafundur í febrúar.
 2. Sigtún 42. Framkvæmdastjóri sagði frá stöðunni á breytingum í Sigtúni 42.
 1. Nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks.

Framkvæmdaráð hafði á fundi sínum ákveðið að styrkur til Nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks fyrir árið 2023 yrði í formi endurgjaldslausrar leigu á skrifstofurými í Sigtúni 42.

 1. Styrkir.
 2. Næsti fundur. 

Næsti fundur er samkvæmt starfsáætlun fyrirhugaður 23. febrúar 2023 kl. 16:00 til 18:30.

 1. Önnur mál.
 • Rætt um bílamál fatlaðs fólks
 • Hugmynd var viðruð um hvort í sumar væri hægt að t.d. bjóða félagsmönnum aðildarfélaga frítt í fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
 • Komið inn á fundartíma sumra málefnahópa ÖBÍ.
 • Fjallað um drög að ályktun um kröfu um hækkun örorkulífeyris í samræmi við launahækkun á vinnumarkaðinum.
 • Upplýst um að kjarahópurinn er með málþing 22. mars þar sem verður m.a. talað um mýtur um kjör öryrkja.
 • Upplýst um að í mars eigi að hækka lyfjaverð.
 • Framkvæmdastjóri ræddi ímyndarmál.
 • Borið upp að fá Þroskahjálp og Geðhjálp með í fyrrgreindri ályktun. Samþykkt.

Fundi var slitið kl. 18:11.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

5. fundur stjórnar 2023

Fundargerð 5. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 23. febrúar 2023, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mætt: Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður, Bergþór H. Þórðarson, varaformaður (á Teams) og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri.

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson (á Teams), Bergur Þorri Benjamínsson, Hrönn Stefánsdóttir, María Pétursdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson (á Teams og á staðnum).

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson (á Teams), Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Bragadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir (á Teams), Hjördís Ýrr Skúladóttir (á Teams), Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), María Magdalena Birgisdóttir Olsen (á Teams), Sigþór Hallfreðsson (á Teams) og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Óskar Guðmundsson og Sigríður Halla Magnúsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Sif Hauksdóttir.

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

 1. Setning fundar.

Fundur var settur kl. 16:00. Farið var yfir dagskrá fundarins og hún samþykkt.

 1. Fundargerð frá 26. janúar 2023.

Fundargerðin borin upp og samþykkt.

 1. Skýrsla formanns.
 2. Málefnastarf.
 3. Formannafundur. 

Ný dagsetning fyrir formannafundinn er 4. apríl.

 1. Fjármál og framkvæmdir í Sigtúni 42.

Framkvæmdastjóri upplýsti að náðst hafi að halda kostnaði við framkvæmdirnar innan áætlunar, þrátt fyrir ýmislegt ófyrirséð.

 1. Næsti fundur.

Næsti fundur er  23. mars 2023 kl. 16:00 til 18:30.

 1. Önnur mál.
 • Sagt frá samráðsþingi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins sem haldið var í Hörpu þann 16. febrúar undir nafninu „Ný framtíð
 • Stjórn var upplýst um að framkvæmdaráð hafi fjallað um beiðni frá SÍBS um að ÖBÍ tilnefni fulltrúa í fulltrúaráð fyrir Múla- og Hlíðarbæ. Fulltrúi ÖBÍ verður Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
 • Sagt frá því að hugmyndir séu uppi um að stofna svokallaðan frístundabanka að erlendri fyrirmynd
 • Upplýst um vísindaferð starfsmanna skrifstofu til Virk starfsendurhæfingarsjóðs.
 • Sagt frá verkefni sem heitir hverfið mitt. Mörg fötluð börn sem nota hjólastól hafa lítið við að vera utandyra.
 • Hugmyndir um breytingar á lífeyriskerfinu voru kynntar..
 • Stjórn upplýst um að ætlun stjórnvalda sé að nýtt greiðslukerfi almanna­trygginga taki gildi um næstu áramót,
 • Fyrsti þáttur, annars hluta þáttaraðanna „Dagur í lífi“ þar sem skyggnst er inn í daglegt líf fatlaðra einstaklinga, fer í loftið um páskana, nánar tiltekið 9. apríl.
 • Aðildarfélögin voru minnt á að þeim bjóðist að yfirtaka Instagram-aðgang ÖBÍ í einn dag til að koma sínum málum á framfæri. Einnig bent á „Fólkið í ÖBÍ“.
 • Framkvæmdastjóri sagði frá því að ljósmyndarinn Hrafn Hólmfríðarson Jónsson (Krummi) hefur verið að taka ljósmyndir af fötluðu fólki og hafa þrjár myndir verið birtar á Instagram. Verður síðan haldin ljósmyndasýning með myndum hans.
 • Formaður sagði frá fundi með forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, í kjölfar sameiginlegrar ályktunar ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar þar sem þau lýstu þungum áhyggjum yfir bágum kjörum og framfærsluvanda fatlaðs fólks.
 • Hefur formaður ÖBÍ einnig óskað eftir fundi með fjármálaráðherra. Eins verður fundað með félags- og vinnumarkaðsráðherra.
 • Var farið fram á 42.000 króna hækkun lífeyris en vonandi kemur einhver hækkun í vor.
 • Endó-vikan sem haldin er í mars var kynnt. Nafni samtakanna hefur verið breytt í Endósamtökin – samtök um endómetríósu og 1. mars verður frumsýning á strætisvagni merktum samtökunum. Eins verður fjáröflun í formi listaverka­uppboðs fyrir heimildarmynd um sjúkdóminn.
 • Sagt frá fundi formanns og starfsmanns aðgengis­hópsins með þeim sem standa á bak við island.is til að þrýsta á að gjaldfrjálst verði fyrir hreyfihamlað fólk í bílastæði í bílastæðahúsum og þjóðgörðum.
 • Formaður kjarahópsins benti fundarmönnum á tvö málþing sem eru á döfinni, annað sem kjarahópurinn stendur fyrir og hitt á vegum mennta- og atvinnuhópsins.

Fundi var slitið kl. 17:46.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

6. fundur stjórnar 2023

Fundargerð 6. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 23. mars 2023, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mætt: Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður og Bergþór H. Þórðarson, varaformaður (á Teams).

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson (á Teams), Bergur Þorri Benjamínsson, Hrönn Stefánsdóttir, María Pétursdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson (á Teams og á staðnum).

Meðstjórnendur: Eiður Welding, Guðni Sigmundsson (á Teams), Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Bragadóttir, Hjördís Ýrr Skúladóttir, Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), María Magdalena Birgisdóttir Olsen, Sigþór Hallfreðsson (á Teams) og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir (á Teams), Óskar Guðmundsson og Sigríður Halla Magnúsdóttir (á Teams).

Áheyrnarfulltrúi: Sif Hauksdóttir (á Teams).

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir. 

Fundargerð

Fundargerðin var samþykkt með áorðnum breytingum.

 1. Setning fundar.

Fundur var settur kl. 16:04. Farið var yfir dagskrá fundarins og hún samþykkt.

 1. Fundargerð frá 23. febrúar 2023. Fundargerðin var samþykkt með áorðnum breytingum.
 2. Skýrsla formanns.
 3. Fjármál og framkvæmdir Sigtún 42.
 4. Formannafundur.
 5. Næsti fundur. Til upplýsinga.

Næsti fundur er samkvæmt starfsáætlun fyrirhugaður 27. apríl 2023 kl. 16:00 til 18:30.

 1. Önnur mál.
 • Nýjar útvarpsauglýsingar ÖBÍ kynntar: „Segjum satt og leiðréttum kjör öryrkja.“ EnnEmm auglýsingastofan hefur reynst frábær samstarfsaðili. Hafa auglýsingaherferðir þeirra fyrir ÖBÍ t.d. verið tilnefndar til verðlauna í fjórum flokkum Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna.
 • Hrönn, formaður málefnahóps atvinnu- og menntamála ræddi stöðuna á „Réttinda Ronju“ sem er vefsíða sem heldur utan um úrræði fyrir fatlaða nemendur í háskólanámi. Lagt var til að atvinnu- og menntahópurinn taki að sér að skoða leiðir til að halda síðunni gangandi. Samþykkt.
 • Rætt um kostnað sem félögin verða fyrir eftir skráningu sem félög til almannaheilla.
 • Stjórn upplýst um stöðuna varðandi gjaldtöku fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða í bílakjöllurum og í þjóðgörðum, í trássi við lög þar um. Þetta leystist mjög farsællega varðandi Reykjavíkurborg en eftir standa t.d. bílakjallarinn í Hörpu og Isavia. Upplýst að Bergur Þorri, formaður aðgengishópsins verði ráðinn í tímabundið verkefni í bílastæða- og bílastyrkjamálum.
 • Starfsmannamál.
 • Komið inn á að fyrir Alþingi liggi tillaga til þingsályktunar um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir einhverfa.
 • Bent á að á visir.is er að finna grein eftir varamann í stjórn um nýja nálgun að mörkun framfærsluviðmiða.
 • Rætt um ferðakostnað þeirra sem búa úti á landi og þurfa að leita sér læknisþjónustu.
 • Rætt um málþing kjarahópsins sem var þann 22. mars. Í erindi starfsmanns Gallup á málþinginu kom fram að samkvæmt skoðanakönnun séu upplýsingar frá ÖBÍ að skila sér betur út í samfélagið; fleiri telja sig vita meira um kjör öryrkja.
 • Rætt um EAPN (evrópsk samtök gegn fátækt) á Íslandi.
 • Upplýsinga-appið Embla kynnt fyrir stjórn.

Fundi var slitið kl. 17:39.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

7. fundur stjórnar 2023

Fundargerð 7. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 27. apríl 2023, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mætt: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður, Bergþór H. Þórðarson, varaformaður (á Teams) og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri (á Teams).

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Vilhjálmur Hjálmarsson (á Teams og á staðnum).

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Bragadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir (á Teams), Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), María Magdalena Birgisdóttir Olsen (á Teams), Sigþór Hallfreðsson og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Sif Hauksdóttir (á Teams).

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

 1. Setning fundar.

Fundur var settur kl. 16:01. Farið var yfir dagskrá fundarins og hún samþykkt.

 1. Fundargerð frá 23. mars 2023.

Fundargerð 6. fundar stjórnar var borin upp og samþykkt.

 1. Skýrsla formanns.
 2. Fjármál ÖBÍ.
 3. Tillaga varðandi styrki.

Tillaga framkvæmdaráðs um að færa afgangsupphæð yfir í verkefnastyrkina borin upp og samþykkt.

Var borið upp að reglum um rekstrarstyrki verði breytt, þannig að umfram­rekstrarstyrkir færu sjálfkrafa í verkefnisstyrkina. Samþykkt.

 1. 1. maí.

Formaður hvatti stjórnarmenn til að mæta í kröfugönguna.

 1. Næsti fundur.

Næsti fundur er 25. maí frá kl. 16:00 til 18:30.

 1. Önnur mál.
 • Frá Nýrnafélaginu. Guðrún Barbara sagði frá vandamáli sem Nýrnafélagið hefur lent í varðandi bókhald félagsins.
 • Galway sumarháskólinn og NNDR ráðstefnan. 17 einstaklingar verða styrktir til að fara á NNDR ráðstefnuna og þrír til Galway.
 • Ályktun ÍSÍ gegn ólöglegri spilun.
 • Rannsókn sem félag lesblindra vann með Félagsvísindastofnun H.Í. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að yfir 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára er með lestrarörðugleika.
 • Málþing um íþróttir fatlaðra barna.
 • Framboð til formanns ÖBÍ. Rósa María Hjörvar frá Blindrafélaginu ætlar að gefa kost á sér til formanns ÖBÍ á aðalfundinum 2023. Bergþór upplýsti að hann hyggist gefa kost á sér.
 • Tillaga til laganefndar. Formaður upplýsti að hún muni setja saman tillögu til laganefndar um að mögulegt verði að sitja í 8 ár í þeim embættum sem kosið er í á aðalfundi, í stað 6, eins og nú er (í undantekningartilfellum 7 ár).

Fundi var slitið kl. 17:44.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

8. fundur stjórnar 2023

Fundargerð 8. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 25. maí 2023, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mætt: Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður, Bergþór H. Þórðarson, varaformaður og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri.

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson (á Teams), Bergur Þorri Benjamínsson, Hrönn Stefánsdóttir, María Pétursdóttir (á Teams) og Vilhjálmur Hjálmarsson.

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson (á Teams), Fríða Bragadóttir, Hjördís Ýrr Skúladóttir (á Teams), María Magdalena Birgisdóttir Olsen, Sigþór Hallfreðsson og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir, Óskar Guðmundsson og Sigríður Halla Magnúsdóttir (á Teams).

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

 1. Setning fundar. Fundur var settur kl. 16:00. Farið var yfir dagskrá fundarins og hún samþykkt.
 2. Fundargerðir frá 23. mars og 27. apríl 2023. Fundargerðir frá 6. og 7. fundum stjórnar voru bornar upp og samþykktar með áorðnum breytingum.
 3. Skýrsla formanns. Formaður sagði m.a. frá aðalfundi EDF og helstu málum sem þar voru tekin fyrir. Verður skýrsla formann send á stjórn fljótlega.
 4. Fjármál ÖBÍ. Endurskoðendur frá PWC fóru yfir ársreikning ÖBÍ 2022. Álit endurskoðanda er fyrirvaralaust og ábendingalaust. Mun stjórn undirrita ársreikninginn  rafrænt 8. júní. Fjárhagsáætlun ÖBÍ fyrir 2023 var borin upp og samþykkt samhljóða.
 5. Verkefnastyrkir. Stjórn samþykkti tillögu framkvæmdaráðs að úthlutun verkefnastyrkja í gegnum tölvupóst.
 6. Stjórn Hvatningarverðlauna. Skipa þarf 7 manna stjórn Hvatningarverðlauna ÖBÍ, 4 koma í gegnum tilnefningar frá aðildarfélögum og 3 úr öðrum geirum samfélagsins. Stjórnarmenn geta ekki setið lengur en 6 ár samfellt.
 7. Þátttaka í „Rísum upp“. Tillaga um þátttöku Í „Rísum upp“ var samþykkt af meirihluta stjórnar, 2 sátu hjá og enginn á móti.
 8. Næsti fundur. Næsti fundur er samkvæmt starfsáætlun fyrirhugaður 8. júní 2023 kl. 14:00 til 16:00.
 1. Önnur mál.
 • Yfirlýsing ÖBÍ vegna vaxtahækkana. Yfirlýsing um að koma tekjulægsta hópnum í skjól var samþykkt samhljóða.
 • Sumarboð ÖBÍ
 • Afmæli ADHD samtakanna. Vilhjálmur bauð öllum í Húsdýragarðinn 7. júní til að fagna afmæli ADHD samtakanna.
 • Samstöðin
 • Aðalfundur ÖBÍ. Dagskrá aðalfundar ÖBÍ 6. og 7. október 2023 var lögð fyrir stjórn og samþykkt.
 • Framtíðarskipulag Hátúnsreitsins. 
 • Blindrafélagið. Sigþór sagði frá því að allir aðalmenn í stjórn Blindrasamtakanna fyrir utan hann væru konur í yngri kantinum, aldursbilið er rétt rúmlega fertugt niður í 27 ára.
 • MS félag Íslands. Hjördís sagði frá því að MS félagið býður í bíó 31. maí, á alþjóðadegi MS. Myndin, sem snertir mann mjög, fjallar um konu með MS frá Bandaríkjunum.
 • Frístundabankinn. Jón Heiðar sagði frá því að hann vær fulltrúi stjórnar gagnvart Frístundabankanum.

Fundi var slitið kl. 18:59.

Fundarritari,

Þórný Björk Jakobsdóttir.

9. fundur stjórnar 2023

Fundargerð 9. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 8. júní 2023, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mætt: Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður, Bergþór H. Þórðarson, varaformaður og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri.

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson (á Teams), Bergur Þorri Benjamínsson, Hrönn Stefánsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson (á Teams og á staðnum).

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson (á Teams), Fríða Bragadóttir, Hjördís Ýrr Skúladóttir, Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams) og María Magdalena Birgisdóttir Olsen.

Varamenn: Erla Hlynsdóttir, Óskar Guðmundsson (á Teams) og Sigríður Halla Magnúsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Sif Hauksdóttir.

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir.

Fundargerð

 1. Setning fundar. Fundur var settur kl. 16:03. Farið var yfir dagskrá fundarins og hún samþykkt.
 2. Fundargerð 8. fundar stjórnar 25. maí 2023. Fundargerðin var samþykkt.
 3. Skýrsla formanns.
 4. Fjármál ÖBÍ.
 5. Ársreikningur ÖBÍ 2022. Staðfestingarbréf stjórnenda ÖBÍ og endurskoðenda PWC borið upp og samþykkt. Reikningar ÖBÍ fyrir árið 2022 bornir upp og samþykktir.
 6. Rekstur fyrstu fjóra mánuði ársins.
 7. Fræðslumál ÖBÍ. Framkvæmdastjóri kynnti fræðsludagskrá vetrarins.
 8. Stjórn Hvatningarverðlauna. Nokkrar tillögur höfðu borist um mögulega stjórnarmenn. Ákveðið að ganga frá því á næsta fundi.
 9. Næsti fundur. Næsti fundur stjórnar ÖBÍ er samkvæmt starfsáætlun 17. ágúst 2023 kl. 16:00 til 18:30.
 10. Önnur mál.
 • Evrópusamtök gegn fátækt – EAPN. Formaður tilkynnti að Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og Bergþór H. Þórðarson eru áfram fulltrúar ÖBÍ í stjórn EAPN eftir aðalfund samtakanna.
 • Frístundabankinn. Jón Heiðar upplýsti að undirbúningur að stofnun Frístundabankans sé vel á vel kominn, mun hann væntanlega heita Frístundasafnið.
 • Afslættir fyrir öryrkja. Yfirlit yfir afslætti fyrir öryrkja verður birtur á heimasíðu ÖBÍ.
 • Úttekt um styrki sem skerða húsnæðisstuðninginn
 • Nýr Landspítali
 • Heimasíða ÖBÍ
 • Eldhúsdagsumræður á Alþingi. Að tilefni eldhúsdagsumræða á Alþingi kom Atli Þór með eftirfarandi stöku:

Ríkisstjórn velferðar

Eldhúsdagsumræðuskaupið

Fjallar um verðbólguhlaupið

Sækjum fé til aldraðra

Einnig úr hópi fatlaðra

Og hækkum svo þingfararkaupið

 • Hækkun örorkulífeyris 1. júlí 2023. Ályktun um 4,2% hækkun lífeyris var samþykkt samhljóma.
 • Nafn á Sigtúni 42

Fundi var slitið kl. 18:04.

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.

10. fundur stjórnar 2023

Fundargerð 10. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 17. ágúst 2023, kl. 16:00-18:30, haldinn í Sigtúni 42 og með Teams fjarfundabúnaði.

Mætt: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður og Jón Heiðar Jónsson, gjaldkeri (á Teams).

Formenn málefnahópa: Atli Þór Þorvaldsson, Bergur Þorri Benjamínsson (á Teams), Hrönn Stefánsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson.

Meðstjórnendur: Albert Ingason, Eiður Welding, Guðni Sigmundsson (á Teams), Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Fríða Bragadóttir, Fríða Rún Þórðardóttir (á Teams), Hjördís Ýrr Skúladóttir, Ingibjörg Snjólaug Snorra Hagalín (á Teams), María Magdalena Birgisdóttir Olsen (á Teams), Sigþór Hallfreðsson (á Teams) og Snævar Ívarsson.

Varamenn: Sigríður Halla Magnúsdóttir (á Teams).

Áheyrnarfulltrúi: Sif Hauksdóttir.

Framkvæmdastjóri: Eva Þengilsdóttir (á Teams).

Fjarverandi: María Pétursdóttir.

Fundargerð

1. Setning fundar.

Gjaldkeri setti fund kl. 16:15. Farið var yfir dagskrá fundarins og hún samþykkt.

2. Fundargerð frá 8. júní 2023.

Fundargerðin var samþykkt samhljóma með áorðnum breytingum.

3. Skýrsla formanns.

4. Umsókn um aðild að ÖBÍ.

Borið upp að fela aðalfundi umsókn SUM (samtöku um áhrif umhverfis á heilsu)  til umfjöllunar og afgreiðslu að uppfylltum skilyrðum um að meirihluti stjórnar sé fatlað fólk. Samþykkt.

5. Hugsanlegt dómsmál ÖBÍ.

Borið upp að farið verði í dómsmál vegna útburðar fatlaðs manns í Reykjanesbæ. Samþykkt samhljóða.

6. Nefnd um Hvatningarverðlaun ÖBÍ.

Var borið upp að fela formanni og framkvæmdastjóra að hafa samband við mögulega fulltrúa fyrir næsta fund. Samþykkt.

7. Mannréttindahúsið Sigtúni 42.

Tillaga auglýsingastofunnar EnnEmm um merki hússins var borin upp og samþykkt samhljóða.

8. Næsti fundur.

Næsti fundur stjórnar ÖBÍ er 21. september 2023 kl. 16:00 til 18:30.

 9. Önnur mál.

Fundur hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Eiður minntist á að hversu skemmtilegt það hefði verið fyrir hann að koma á fund Sameinuðu þjóðanna í New York. Formaður hrósaði honum og hinu unga fólkinu fyrir frammistöðu þess.

Fundur hjá Rauða krossinum vegna nýrra laga um flóttafólk. Borið upp að ÖBÍ tæki undir ályktun um afleiðingar nýrra laga um flóttafólk. Samþykkt.

Opið hús í Sigtúninu þann 5. september.

Tilnefningar í vinnuhóp um stafrænt aðgengi. Framkvæmdaráð hefur tilnefnt fulltrúa í vinnuhóp um stafrænt aðgengi, þá Baldur Snæ Sigurðsson frá Blindrafélaginu sem aðalmann og Bergþór H. Þórðarson til vara.

Skipun í Geðráð. Eftirtaldir hafa verið skipaðir fulltrúar ÖBÍ í Geðráði, Villhjálmur Hjálmarsson sem aðalmaður og Þuríður Harpa Sigurðardóttir sem varamaður.

Dómsmál gegn SL lífeyrissjóði. Samþykkt samhljóða að fara í dómsmál gegn SL lífeyrissjóði vegna þeirrar aðferðar sem sjóðurinn notar til mats á tekjumissi einstaklings sem hafði verið í námi.

Fundi var slitið kl. 17:24

Fundarritari,

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir.