Skip to main content

Stefnuþing

Stjórn skal boða til stefnuþings a.m.k. annað hvert ár með minnst tveggja mánaða fyrirvara. Stefnuþingið skal haldið á fyrsta ársþriðjungi. Hlutverk þess er að móta stefnu og áherslur í sameiginlegum hagsmunamálum. Stefnuþing sitja fulltrúar allra aðildarfélaga og eru skipaðir með sama hætti og aðalfundarfulltrúar, sbr. 10. gr. Stefnuþing gerir tillögu til aðalfundar um stefnu og áherslur í starfi bandalagsins sem og hvaða föstu málefnahópar skulu starfa innan þess.

Úr lögum ÖBÍ

Tilnefning fulltrúa

Á Stefnuþingi ÖBÍ eiga rétt til setu fulltrúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi. Fjöldi fulltrúa hvers aðildarfélags ræðst af eftirfarandi:Fjöldi fullgildra félaga reiknast eftir gildandi lögum viðkomandi félags, þó skulu ekki teljast með þeir einstaklingar sem eingöngu styrkja félögin í gegnum einstaka fjáraflanir og njóta ekki fullra réttinda sem félagar.

Í síðasta lagi sex vikum fyrir Stefnuþing skulu aðildarfélög skila til stjórnar lista yfir Stefnuþingsfulltrúa og varamenn. Félögin skulu leitast við að fulltrúar þess endurspegli mismunandi kyn, aldur og búsetu eftir því sem kostur er.

Stjórn ÖBÍ er boðið að sitja Stefnuþing, sem og fulltrúum málefnahópa og hreyfinga starfandi innan ÖBÍ.

Fyrirkomulag á Stefnuþingi ÖBÍ

Á Stefnuþingi ÖBÍ eiga rétt til setu fulltrúar tilnefndir af hverju aðildarfélagi. Fjöldi fulltrúa hvers aðildarfélags ræðst af eftirfarandi:Fjöldi fullgildra félaga reiknast eftir gildandi lögum viðkomandi félags, þó skulu ekki teljast með þeir einstaklingar sem eingöngu styrkja félögin í gegnum einstaka fjáraflanir og njóta ekki fullra réttinda sem félagar.

Í síðasta lagi sex vikum fyrir Stefnuþing skulu aðildarfélög skila til stjórnar lista yfir Stefnuþingsfulltrúa og varamenn. Félögin skulu leitast við að fulltrúar þess endurspegli mismunandi kyn, aldur og búsetu eftir því sem kostur er.