
Alþjóðleg herferð UN Women sem stendur ár hvert frá 25. nóvember til 10. desember er í ár 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi (e. 16 Days of Activism against Gender-based Violence) undir merkjum UniTE to End Violence against Women,
Herferðin tengir saman alþjóðlegan baráttudag Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og alþjóðlegan mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna. Í ár, þegar undirritun Peking-sáttmálans, er athyglinni beint að stafrænu ofbeldi gegn konum og stúlkum.
ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt umhverfi sé öruggt fyrir alla, ekki síst fatlaðar konur og fatlað fólk sem fyrir verður margþættri mismunun. Stafrænt ofbeldi er raunverulegt ofbeldi sem skerðir þátttöku í samfélaginu, heftir tjáningarfrelsi og getur orðið til þess að raddir jaðarsettra hópa þagni. ÖBÍ hvetur stjórnvöld, löggæslu, fjölmiðla, tæknifyrirtæki og almenning til að axla sameiginlega ábyrgð á því að breyta menningu, styrkja úrræði og tryggja að enginn verði skilinn eftir í skugga stafræns ofbeldis.
» Sjónum beint að stafrænu ofbeldi – ÖBI