Það er að ýmsu að hyggja þegar fötluð ungmenni verða 18 ára og ná lögræðsisaldri (sjálfræði). Mörg velta fyrir sér áframhaldandi námi, búsetuúrræðum og vinnu. Ýmsar breytingar eiga sér stað á réttarstöðu fólks við 18 ára aldur og mikilvægt er að hafa allar upplýsingar skýrar og aðgengilegar.
Margar spurningar vakna er varðar fjármál, aðgengi að þjónustu á vegum sveitarfélaga og hvað þarf að hafa í huga er tengist endurhæfingarlífeyri, endurhæfingaráætlun og örorkulífeyri.
Því efna Landssamtökin Þroskahjálp og Einhverfusamtökin til fræðslufundar miðvikudagskvöldið, 12. apríl 2023 kl. 20:00 til 22:00. Fundurinn er haldinn að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Fræðslufundurinn er sérstaklega ætlaður fötluðum ungmennum og foreldrum/forráðamönnum þeirra, en öll eru hjartanlega velkomin.