CP félagið, Gigtarfélag Íslands, MND á Íslandi, ME félagið, SEM og Sjálfsbjörg lsh. standa fyrir aðgengisstrolli og vitundarvakningu um aðgengismál 10. júní.
„Þann 3. júní ætlum við að fjölmenna í hjólastólunum okkar, með göngustafina, hækjurnar, göngugrindur, skutlurnar eða önnur hjálpartæki, í strollgöngu til að vekja athygli á aðgengi og málefnum hreyfihamlaðra.
Strollið hefst um kl. 15.30 á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Fyrir gönguna söfnumst við saman við Mannréttindahúsið í Sigtúni 42.
Þaðan rúllum við og göngum upp á gangbrautina við Suðurlandsbraut og tökum svo nokkra hringi yfir gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Fólk getur mætt beint í gönguna. Eftir gönguna hittumst við í pizzu í Mannréttindahúsinu.
Mæting er við gatnamótin um 15:30. Hver fer á sínum hraða, einn til þrjá hringi á gangbrautum yfir gatnamótin. Hvert félag kemur með skilti með sínum upplýsinga- og hvatningarorðum á!“