Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

ADHD og ég – sjálfsstyrkingarnámskeið 13-15 ára strákar

24.09.2023 @ 10:00 - 12:30

|Recurring Viðburðir (See all)

An event every day that begins at 10:00, happening 2 times

ADHD og ég, fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stráka á aldrinum 13-15 ára.

Á námskeiðinu er farið yfir birtingarmyndir ADHD og þátttakendur læra leiðir til að kortleggja hvernig þær birtast hjá þeim. Með auknum skilningi eykst getan til að finna hvaða styrkleikar þeir hafa og hvaða þætti þarf að styrkja, t.d. félagsfærni, tilfinningastjórnun og jákvæðari sjálfsmynd.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur;

  • öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur t.d. með aukinni hreyfingu, rútínu, slökun og matarræði
  • efli færni í samskiptum og geti tileinkað sér að stoppa og hugsa áður en þeir bregðist við
  • fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri liðan
  • skilji að allir geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af
  • þekki betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun

ATH! Námskeiðið er helgarnámskeið og er 2.5 klst fyrri daginn og 2.5 klst. seinni daginn, samtals 5 klst. alls . Hvorum degi er skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld.

Dagssetningar: 

23. september laugardagur kl: 10:00 – 12:30

24. september sunnudagur kl: 10:00 – 12:30

Námskeiðið er haldið í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík 4. hæð.

Frekari upplýsingar og skráning er hér.

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is

Upplýsingar

Dagsetning:
24.09.2023
Tími:
10:00 - 12:30

Vettvangur

Háaleitisbraut 13
Háaleitisbraut 13
Reykjavík, Iceland
+ Google Map