Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

„Dreptu þig bara“ – stafrænt ofbeldi og áhrif þess í raunheimum

25. nóvember @ 10:00 - 11:30
Andlitsmynd af ungri konu. Hún horfir beint í myndavélina með alvarleg, jafnvel döpur. Bakgrunnur er skærappelsínugulur. Í kringum hana fljúga ýmis emoji- og spjallbúbblur, margt neikvætt og áreitandi: reið andlit með blótsorðum yfir munninum, sprengjur, rauðar sprengistjörnur, kvíðin og sorgmædd andlit, uppköstusmiley og rauð X-merki. Einnig eru nokkrar spjallbúbblur á íslensku, til dæmis „Róaðu þig…“ og „Þegiðu!“ og bláar spjallbúbblur með táknum eins og „@#!?*“ og þremur punktum. Stór, svartur texti: „#ENGAR AFSAKANIR FYRIR STAFRÆNU OFBELDI“ Fyrir neðan eru lógó UN Women Ísland og herferðarmerkið „For all women and girls“. Neðst til vinstri stendur smátt „Stock photo posed by model“ og neðst í miðju #16DAGAR og #ACTTOENDVIOLENCE.

Málstofa UN Women á Íslandi og ÖBÍ réttindasamtaka um stafrænt ofbeldi og áreitni og afleiðingar ‏þess

Hvar: Mannréttindahúsið, Sigtún 42
Hvenær: Þriðjudaginn 25. nóvember 2025
Klukkan: 10:00 – 11:30

Þrátt fyrir þær framfarir sem orðið hafa í jafnréttismálum síðustu þrjá áratugi, er kynbundið ofbeldi enn eitt útbreiddasta og alvarlegasta mannréttindabrot heims. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni. Rótgrónar staðalímyndir um kynhlutverk, skaðleg samfélagsleg viðhorf, veik lagaumgjörð og skortur á fjármagni og úrræðum koma í veg fyrir að kynbundið ofbeldi sé upprætt.

Tækniframfarir síðustu ára hafa verið samfélögum til góða á margan hátt. En ‏þær hafa einnig skapað ný rými þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni fær að þrífast óáreitt. Kynferðisleg áreitni og eltihrelling eru algengustu birtingarmyndir stafræns ofbeldis gegn konum og stúlkum; dreifing nektarmynda án samþykkis, óumbeðin skilaboð, niðrandi færslur á samfélagsmiðlum og símtöl. Aðrar birtingarmyndir stafræns ofbeldis eru neteinelti, hatursorðræða, ærumeiðingar, dreifing nektarmynda, hótanir um birtingu mynda (sextortion) og hefndarklám. Ofbeldið á sér stað í ólíkum stafrænum miðlum: snjallsímum, tölvum, spjallrásum, samfélagsmiðlum, og í tölvuleikjum

Dagskrá

10:00 Hús opnar
10:10 Opnunarerindi – Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, lögfræðingur ÖBÍ
10:20 Rakel Þorbergsdóttir, fundarstjóri kynnir þátttakendur í pallborði

    • Bergrún Andradóttir, skrifstofustýra Samtakanna ’78
    • Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra
    • Ólafur Hrafn Steinarsson, framkvæmdastjóri Aska Studios, fyrrum formaður RÍSÍ
    • Melína Kolka, framkvæmdarstjóri TÍK – Tölvuleikjasamtaka íslenzkra kvenna

10:25 Pallborð hefst (hugvekjur 3-5 mín hvert)
10:45 Umræður
11:10 Spurningar úr sal
11:25 Umræðum lokið og samantekt
11:30 Viðburði lýkur

Upplýsingar

  • Dagsetning: 25. nóvember
  • Tími:
    10:00 - 11:30
  • Viðburðir Flokkur:

Vettvangur