Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Fjarkynning á meistaranámi í Listum og velferð [Áhugavert @ LHÍ]

18.04.2023 @ 12:15

Allt áhugasamt fólk velkomið á fjarkynningu þriðjudaginn 18. apríl, kl. 12.15-12.45. Beint streymi á: live.lhi.is þar sem Kristín Valsdóttir deildarforseti listkennsludeildar svarar spurningum um meistaranám í Listum og velferð.

Meistaranám í Listum og velferð miðar að því að leiða saman breiðan hóp nemenda og fagfólks innan lista- og velferðargeirans sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar.  Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Áhersla er á að þróa nýjar leiðir í þverfaglegri samvinnu stofnana, félagasamtaka og listamanna, í störfum sem fara fram við síbreytilegar aðstæður með fjölbreyttum hópi einstaklinga.

Listir og velferð | Listaháskóli Íslands (lhi.is)

Upplýsingar

Dagsetning:
18.04.2023
Tími:
12:15
Viðburðir Flokkur:
Vefsíður:
live.lhi.is

Skipuleggjandi

Listaháskóli Íslands