
ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir námskeiðinu Tækifæri í atvinnuleit þar sem farið verður yfir þjónustu og stuðning sem Vinnumálastofnun býður upp á, virknistyrk og nýja endurgreiðslusamninga til atvinnurekenda.
Þá verður fjallað um um ráðningarferlið, væntingar til ráðninga og til okkar sjálfra, ferilskrá, kynningarbréf og ráðningarviðtöl. Markmiðið er að þátttakendur fái góða hugmynd um hvernig gott er að bera sig að í atvinnuleitinni, allt frá umsókn til ráðningar.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við atvinnu- og menntahóp ÖBÍ.
Leiðbeinendur:
Berglind Melax og Anna Monika Arnórsdóttir ráðgjafar hjá Vinnumálastofnun.
Ólafur Kári Júlíusson er vinnusálfræðingur með yfir 15 ára reynslu af mannauðsmálum og ráðgjöf. Hann hefur unnið með fjölmörgum vinnustöðum, sinnt handleiðslu stjórnenda og starfsfólks, stýrt ráðningum og hefur unnið mikið með einstaklingum sem eru að snúa til baka til starfa eftir langtíma fjarveru frá vinnumarkaði.
Námskeiðið verður haldið í Mannréttindahúsinu Sigtúni 42, miðvikudaginn 22. október kl. 13-16:00.
Námskeiðið er frítt. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á obi@obi.is og takið fram ef óskað er eftir táknmáls- eða rittúlkun.
Við hlökkum til að sjá ykkur!