Heilbrigðisþjónusta fyrir suma?

Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir málþinginu Heilbrigðisþjónusta fyrir suma? sem fjallar um öryrkja og heilbrigðisþjónustu og fer fram í Ingjaldsstofu (HR-101) í Gimli Háskóla Íslands 5. febrúar milli kl. 15-17.
Á málþinginu verður gerð grein fyrir nýrri könnun um lífskjör og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og um aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Fyrirlesarar verða Stefán Þór Gunnarsson frá Félagsvísindastofnun Íslands og Rúnar Vilhjálmsson professor við Háskóla Íslands.
Fundarstjóri: Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur ÖBÍ réttindasamtaka
Málþingið verður táknmáls- og rittúlkað og því streymt.




