
Hugvísindaþing 2026 verður haldið í Háskóla Íslands dagana 13. og 14. mars. Á Hugvísindaþingi er borið fram það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi.
Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið í Hátíðasal í Aðalbyggingu föstudaginn 13. mars kl. 12. Í kjölfarið flytur Magnús Þorkell Bernharðsson, miðausturlandafræðingur og boðsfyrirlesari þingsins, hátíðarfyrirlestur.
Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Verið velkomin á Hugvísindaþing!