
Ingileif Friðriksdóttir hefur á undanförnum árum látið að sér kveða í umræðu um mannréttindi í íslensku samfélagi.
Hún var framleiðandi sjónvarpsþáttarins HATUR sem sýndur var á RÚV síðastliðið haust, þar sem kastljósinu var beint að hatursorðræðu, afleiðingum hennar og því hvernig samfélög bregðast við þegar mörk eru þanin – eða brotin.
Á viðburðinum mun Ingileif fjalla um mannréttindamál, hatursorðræðu og mikilvægi þess að standa vörð um frelsi, mannlega reisn og ábyrgð í opinberri umræðu.
Ingileif starfar sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra og er stofnandi fræðsluvettvangsins Hinseginleikans auk þess að vera rithöfundur.
Mannréttindahúsið, Sigtún 42, 1. hæð