Skip to main content
AðildarfélögFrétt

Vel sóttur formannafundur

By 10. september 2025nóvember 20th, 2025No Comments

Formenn aðildarfélaga ÖBÍ réttindasamtaka mættu til formannafundar í Mannréttindahúsinu í gær, en slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári í því skyni að tryggja samráð og upplýsingamiðlun milli stjórnar og aðildarfélaga.

Stærstur hluti fundarins fór undir fræðslu um EKKO (einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi) og viðbrögð stjórnenda. Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður hjá MAGNA lögmönnum annaðist fræðsluna og stýrði umræðum fundargesta.

Einnig fór Eva Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, yfir fræðslustarfsemi og fundargestir komu á framfæri hinum ýmsu hugmyndum um gagnleg fræðsluerindi inn í veturinn.

Síðastur fjallaði Sigurður Árnason, lögfræðingur hjá ÖBÍ, um yfirstandandi vinnu við skoðun á formi aðildar að ÖBÍ.