
Fulltrúar ÖBÍ verða með bás á Mannauðsdeginum í Hörpu í dag, 3. október, þar sem gestum býðst að kynna sér Unndísarverkefnið.
Breytingar sem áttu sér stað 1. september 2025 á örorkulífeyriskerfinu fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að leiði af sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aukin atvinnuþátttaka þessa hóps kallar á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði.
ÖBÍ réttindasamtök eiga í samstarfi við Vinnumálastofnun um verkefni sem nefnist Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum.
Markmið Unndísar er að styðja með afgerandi hætti við fyrirtæki með ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd svo fjölgun hlutastarfa verði að veruleika.
Lesa má nánar um Unndísi á https://unndis.is

